Að Háma í sig pening Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 15. nóvember 2023 14:00 Háma er allt of dýr. Það veit hver stúdent sem að hefur a) verslað í Hámu, og b) verslað í öðrum verslunum á Íslandi. Í kosningabaráttunni í vor gerði Vaka verðsamanburð á Hámu og Bakkanum, sjoppunni á Eyrarbakka. Bakkinn rekur sig á viðskiptum fólks sem mætir til þess að dæla sér dýrindis ÓB bensíni og stekkur inn til að kaupa sér kannski eina sykurlausa appelsín og Eitt sett. Til samanburðar hefur Háma tryggð viðskipti við þúsundir stúdenta á hverjum degi, er þar að auki ekki rekin í hagnaðarskyni og er undanþegin tekjuskatti og útsvari. Því kom það okkur verulega á óvart að það er töluvert dýrara að versla í Hámu en í sjoppunni á Eyrarbakka. Til samanburðar kostaði Nocco 370 krónur á Eyrarbakka en 415 krónur í Hámu, Hleðsla 315 krónur á Eyrarbakka en 435 krónur í Hámu og skyrdolla 290 krónur á Eyrarbakka en 375 krónur í Hámu. Maður spyr sig: Hvernig stendur eiginlega á þessu? Háma er rekin af Félagsstofnun stúdenta (FS) sem allir stúdentar Háskóla Íslands eiga aðild að, lögum samkvæmt. FS lýsir sér svohljóðandi á heimasíðu sinni: FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur. Við í Vöku vildum kanna af hverju í ósköpunum hin óhagnaðardrifna Háma væri svona rosalega dýr, svo við báðum um að fá ársreikninga FS í hendurnar til að rýna í tölurnar. Þá kom í ljós að FS aðskilur ekki rekstur sinn í ársreikningum sínum. FS er nefnilega í gríðarlega fjölbreyttum rekstri, en stofnunin rekur Stúdentagarða, Hámu, Bóksöluna (og Bókakaffið), Stúdentakjallarann, tvo leikskóla, Salatbarinn, Kaupfélag stúdenta (?) og Student Hostel (???). Í ársreikningum FS eru allar þessar mismunandi rekstrareiningar samandregnar í eitt. Hvað þýðir það? Það þýðir að tekjur og gjöld allra mismunandi rekstrareininga FS blandast saman í einn graut svo það er engin leið að greina í sundur hvað gengur vel og hvað gengur illa. Það gæti alveg eins verið peningatætari staðsettur inni í horni á skrifstofu FS sem tætir í sig 20% af öllum tekjum stofnunarinnar og við myndum engan veginn geta komist að því. Því lagði Vaka fram tillögu á stúdentaráðsfundi þann 19. október um að SHÍ myndi beita sér fyrir því að FS birti ársreikninga sína á vefsíðu sinni og að þeir væru sundurliðaðir eftir rekstrareiningum. Okkar skoðun er sú að þar sem stúdentar við HÍ eru lögum samkvæmt aðilar að FS þá eigi þeir rétt á að fá grunnupplýsingar um hvernig peningum þeirra er varið innan stofnunarinnar. Vinir okkar í Röskvu voru þó ekki sammála okkur. Þeir töldu slíkt gagnsæi ekki nauðsynlegt og vildu ekki að allir stúdentar hefðu aðgang að þessum upplýsingum. En gott og vel, Vaka vann að praktískri málamiðlun á fundinum. Vaka fékk það í gegn að SHÍ mun beita sér fyrir því að samandregnu ársreikningarnir verði birtir á heimasíðu FS, en að sundurliðaðir ársreikningar verði gerðir aðgengilegir stúdentaráðsliðum á skrifstofu SHÍ í pappírsformi. Það þýðir að þú sem almennur stúdent munt ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum eins og Vaka vildi, en stúdentaráðsliðar geta samt komist í þær. Þetta er auðvitað ekki alveg gagnsæið sem Vaka fór fram á, en þó áfangasigur. Fulltrúar Vöku munu fylgja þessari samþykkt eftir og sjá til þess að þessir sundurliðuðu ársreikningarnir skili sér á skrifstofu SHÍ. Og þegar sundurliðaðir ársreikningar eru komnir á skrifstofu SHÍ munu fulltrúar Vöku liggja yfir þeim til þess að finna hvar vandamálin í rekstri FS kunna að vera og vinna áfram í áttina að bættum kjörum og þjónustu fyrir stúdenta. Því við vitum ekki nákvæmlega hvað er að, en við vitum að það er vissulega eitthvað að. Það þarf að endurskoða rekstur FS, og þar sem að FS er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þá á hagræðing í rekstri hennar að skila sér beint í betri kjörum fyrir stúdenta, hvort sem það sé í formi lægri leigu á Stúdentagörðum, lægra verði í Hámu, betri þjónustu eða lægra verði annars staðar í þjónustu FS. Höfundur er meðlimur í stúdentaráði fyri Vöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Háma er allt of dýr. Það veit hver stúdent sem að hefur a) verslað í Hámu, og b) verslað í öðrum verslunum á Íslandi. Í kosningabaráttunni í vor gerði Vaka verðsamanburð á Hámu og Bakkanum, sjoppunni á Eyrarbakka. Bakkinn rekur sig á viðskiptum fólks sem mætir til þess að dæla sér dýrindis ÓB bensíni og stekkur inn til að kaupa sér kannski eina sykurlausa appelsín og Eitt sett. Til samanburðar hefur Háma tryggð viðskipti við þúsundir stúdenta á hverjum degi, er þar að auki ekki rekin í hagnaðarskyni og er undanþegin tekjuskatti og útsvari. Því kom það okkur verulega á óvart að það er töluvert dýrara að versla í Hámu en í sjoppunni á Eyrarbakka. Til samanburðar kostaði Nocco 370 krónur á Eyrarbakka en 415 krónur í Hámu, Hleðsla 315 krónur á Eyrarbakka en 435 krónur í Hámu og skyrdolla 290 krónur á Eyrarbakka en 375 krónur í Hámu. Maður spyr sig: Hvernig stendur eiginlega á þessu? Háma er rekin af Félagsstofnun stúdenta (FS) sem allir stúdentar Háskóla Íslands eiga aðild að, lögum samkvæmt. FS lýsir sér svohljóðandi á heimasíðu sinni: FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur. Við í Vöku vildum kanna af hverju í ósköpunum hin óhagnaðardrifna Háma væri svona rosalega dýr, svo við báðum um að fá ársreikninga FS í hendurnar til að rýna í tölurnar. Þá kom í ljós að FS aðskilur ekki rekstur sinn í ársreikningum sínum. FS er nefnilega í gríðarlega fjölbreyttum rekstri, en stofnunin rekur Stúdentagarða, Hámu, Bóksöluna (og Bókakaffið), Stúdentakjallarann, tvo leikskóla, Salatbarinn, Kaupfélag stúdenta (?) og Student Hostel (???). Í ársreikningum FS eru allar þessar mismunandi rekstrareiningar samandregnar í eitt. Hvað þýðir það? Það þýðir að tekjur og gjöld allra mismunandi rekstrareininga FS blandast saman í einn graut svo það er engin leið að greina í sundur hvað gengur vel og hvað gengur illa. Það gæti alveg eins verið peningatætari staðsettur inni í horni á skrifstofu FS sem tætir í sig 20% af öllum tekjum stofnunarinnar og við myndum engan veginn geta komist að því. Því lagði Vaka fram tillögu á stúdentaráðsfundi þann 19. október um að SHÍ myndi beita sér fyrir því að FS birti ársreikninga sína á vefsíðu sinni og að þeir væru sundurliðaðir eftir rekstrareiningum. Okkar skoðun er sú að þar sem stúdentar við HÍ eru lögum samkvæmt aðilar að FS þá eigi þeir rétt á að fá grunnupplýsingar um hvernig peningum þeirra er varið innan stofnunarinnar. Vinir okkar í Röskvu voru þó ekki sammála okkur. Þeir töldu slíkt gagnsæi ekki nauðsynlegt og vildu ekki að allir stúdentar hefðu aðgang að þessum upplýsingum. En gott og vel, Vaka vann að praktískri málamiðlun á fundinum. Vaka fékk það í gegn að SHÍ mun beita sér fyrir því að samandregnu ársreikningarnir verði birtir á heimasíðu FS, en að sundurliðaðir ársreikningar verði gerðir aðgengilegir stúdentaráðsliðum á skrifstofu SHÍ í pappírsformi. Það þýðir að þú sem almennur stúdent munt ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum eins og Vaka vildi, en stúdentaráðsliðar geta samt komist í þær. Þetta er auðvitað ekki alveg gagnsæið sem Vaka fór fram á, en þó áfangasigur. Fulltrúar Vöku munu fylgja þessari samþykkt eftir og sjá til þess að þessir sundurliðuðu ársreikningarnir skili sér á skrifstofu SHÍ. Og þegar sundurliðaðir ársreikningar eru komnir á skrifstofu SHÍ munu fulltrúar Vöku liggja yfir þeim til þess að finna hvar vandamálin í rekstri FS kunna að vera og vinna áfram í áttina að bættum kjörum og þjónustu fyrir stúdenta. Því við vitum ekki nákvæmlega hvað er að, en við vitum að það er vissulega eitthvað að. Það þarf að endurskoða rekstur FS, og þar sem að FS er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þá á hagræðing í rekstri hennar að skila sér beint í betri kjörum fyrir stúdenta, hvort sem það sé í formi lægri leigu á Stúdentagörðum, lægra verði í Hámu, betri þjónustu eða lægra verði annars staðar í þjónustu FS. Höfundur er meðlimur í stúdentaráði fyri Vöku.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun