Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 09:00 Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. Í því öngþveiti sem myndast hefur í kjölfar jarðhræringa og fólksflótta frá svæðinu hefur hver stofnunin og fyritækið á fætur öðru, svo og örlátir einstaklingar sýnt sóma sinn og samstöðu við að styðja við bök flóttafólksins sem stendur nú frammi fyrir einum stærstu áskorunum lífs síns. Þar í hóp hafa nú bæst okkar ágætu lánastofnanir. Tilboð þeirra til okkar sem nú sjáum á eftir eigum okkar og lífsstarfi í glötun er það að náðarsamlegast frysta húsnæðislán okkar um tiltekinn tíma , með þeim skilyrðum þó að allar rentur og vextir falli á höfuðstól lána okkar og komi til greiðslu þegar frystingu lýkur. Vonast undirrituð að þetta sé tilraun til spaugsemi, til þess gerð að létta Gindvíkum þrautargönguna sem fram undan er, enda svo vitfirrt boð að engum manni ætti að leynast að hér getur varla alvara legið að baki. Hvað vitum við ? Við vitum að ógreiddir vextir safnast inn á höfuðstól lánsins, svo frystingin hefur þann annmarka að minnka eigið fé í eigninni samhliða frystingunni . Allt frá hruni árið 2008/9 höfum við verið að súpa seyðið af frystingum lána. Ég, sem er langt í frá því að geta talið mig fjármálasnilling, persónulega er núna að borga 420.000 kr í vexti á mánuði í boði Seðlabankans, og ef ég þarf að frysta lán mitt í eitt ár má auðveldlega sjá að eign mín í húskofanum hefur rýrnað um allt að fimm milljónum, milljónum sem ég þarf svo að borga vexti af í framhaldi? Ég spyr. þykir mér nóg um fyrir. Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt. Það er sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt. Hvernig sem fer virðist því vera að við munum missa heimili okkar og lífsviðurværi, á hvorn veginn sem fer, annað hvort í gegnum forgarð helvítis eða vera gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana. Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins. Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum. Hér ríkir ekki ófremdarástand heldur neyðarástand og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrsjáanlega slátrun. Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af. Nú er komið nóg. Kæru samlandar. Ef bankastofnanir geta vogað sér að koma fram á þennan hátt við heilt samfélag í sárum og sparkað í liggjandi hund skulið þið vita eitt- þið eruð næst. Og á meðan ég hef athygli ykkar; Hver vill kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum, á besta stað í Grindavík? Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. Í því öngþveiti sem myndast hefur í kjölfar jarðhræringa og fólksflótta frá svæðinu hefur hver stofnunin og fyritækið á fætur öðru, svo og örlátir einstaklingar sýnt sóma sinn og samstöðu við að styðja við bök flóttafólksins sem stendur nú frammi fyrir einum stærstu áskorunum lífs síns. Þar í hóp hafa nú bæst okkar ágætu lánastofnanir. Tilboð þeirra til okkar sem nú sjáum á eftir eigum okkar og lífsstarfi í glötun er það að náðarsamlegast frysta húsnæðislán okkar um tiltekinn tíma , með þeim skilyrðum þó að allar rentur og vextir falli á höfuðstól lána okkar og komi til greiðslu þegar frystingu lýkur. Vonast undirrituð að þetta sé tilraun til spaugsemi, til þess gerð að létta Gindvíkum þrautargönguna sem fram undan er, enda svo vitfirrt boð að engum manni ætti að leynast að hér getur varla alvara legið að baki. Hvað vitum við ? Við vitum að ógreiddir vextir safnast inn á höfuðstól lánsins, svo frystingin hefur þann annmarka að minnka eigið fé í eigninni samhliða frystingunni . Allt frá hruni árið 2008/9 höfum við verið að súpa seyðið af frystingum lána. Ég, sem er langt í frá því að geta talið mig fjármálasnilling, persónulega er núna að borga 420.000 kr í vexti á mánuði í boði Seðlabankans, og ef ég þarf að frysta lán mitt í eitt ár má auðveldlega sjá að eign mín í húskofanum hefur rýrnað um allt að fimm milljónum, milljónum sem ég þarf svo að borga vexti af í framhaldi? Ég spyr. þykir mér nóg um fyrir. Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt. Það er sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt. Hvernig sem fer virðist því vera að við munum missa heimili okkar og lífsviðurværi, á hvorn veginn sem fer, annað hvort í gegnum forgarð helvítis eða vera gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana. Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins. Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum. Hér ríkir ekki ófremdarástand heldur neyðarástand og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrsjáanlega slátrun. Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af. Nú er komið nóg. Kæru samlandar. Ef bankastofnanir geta vogað sér að koma fram á þennan hátt við heilt samfélag í sárum og sparkað í liggjandi hund skulið þið vita eitt- þið eruð næst. Og á meðan ég hef athygli ykkar; Hver vill kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum, á besta stað í Grindavík? Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun