Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 09:00 Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. Í því öngþveiti sem myndast hefur í kjölfar jarðhræringa og fólksflótta frá svæðinu hefur hver stofnunin og fyritækið á fætur öðru, svo og örlátir einstaklingar sýnt sóma sinn og samstöðu við að styðja við bök flóttafólksins sem stendur nú frammi fyrir einum stærstu áskorunum lífs síns. Þar í hóp hafa nú bæst okkar ágætu lánastofnanir. Tilboð þeirra til okkar sem nú sjáum á eftir eigum okkar og lífsstarfi í glötun er það að náðarsamlegast frysta húsnæðislán okkar um tiltekinn tíma , með þeim skilyrðum þó að allar rentur og vextir falli á höfuðstól lána okkar og komi til greiðslu þegar frystingu lýkur. Vonast undirrituð að þetta sé tilraun til spaugsemi, til þess gerð að létta Gindvíkum þrautargönguna sem fram undan er, enda svo vitfirrt boð að engum manni ætti að leynast að hér getur varla alvara legið að baki. Hvað vitum við ? Við vitum að ógreiddir vextir safnast inn á höfuðstól lánsins, svo frystingin hefur þann annmarka að minnka eigið fé í eigninni samhliða frystingunni . Allt frá hruni árið 2008/9 höfum við verið að súpa seyðið af frystingum lána. Ég, sem er langt í frá því að geta talið mig fjármálasnilling, persónulega er núna að borga 420.000 kr í vexti á mánuði í boði Seðlabankans, og ef ég þarf að frysta lán mitt í eitt ár má auðveldlega sjá að eign mín í húskofanum hefur rýrnað um allt að fimm milljónum, milljónum sem ég þarf svo að borga vexti af í framhaldi? Ég spyr. þykir mér nóg um fyrir. Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt. Það er sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt. Hvernig sem fer virðist því vera að við munum missa heimili okkar og lífsviðurværi, á hvorn veginn sem fer, annað hvort í gegnum forgarð helvítis eða vera gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana. Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins. Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum. Hér ríkir ekki ófremdarástand heldur neyðarástand og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrsjáanlega slátrun. Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af. Nú er komið nóg. Kæru samlandar. Ef bankastofnanir geta vogað sér að koma fram á þennan hátt við heilt samfélag í sárum og sparkað í liggjandi hund skulið þið vita eitt- þið eruð næst. Og á meðan ég hef athygli ykkar; Hver vill kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum, á besta stað í Grindavík? Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. Í því öngþveiti sem myndast hefur í kjölfar jarðhræringa og fólksflótta frá svæðinu hefur hver stofnunin og fyritækið á fætur öðru, svo og örlátir einstaklingar sýnt sóma sinn og samstöðu við að styðja við bök flóttafólksins sem stendur nú frammi fyrir einum stærstu áskorunum lífs síns. Þar í hóp hafa nú bæst okkar ágætu lánastofnanir. Tilboð þeirra til okkar sem nú sjáum á eftir eigum okkar og lífsstarfi í glötun er það að náðarsamlegast frysta húsnæðislán okkar um tiltekinn tíma , með þeim skilyrðum þó að allar rentur og vextir falli á höfuðstól lána okkar og komi til greiðslu þegar frystingu lýkur. Vonast undirrituð að þetta sé tilraun til spaugsemi, til þess gerð að létta Gindvíkum þrautargönguna sem fram undan er, enda svo vitfirrt boð að engum manni ætti að leynast að hér getur varla alvara legið að baki. Hvað vitum við ? Við vitum að ógreiddir vextir safnast inn á höfuðstól lánsins, svo frystingin hefur þann annmarka að minnka eigið fé í eigninni samhliða frystingunni . Allt frá hruni árið 2008/9 höfum við verið að súpa seyðið af frystingum lána. Ég, sem er langt í frá því að geta talið mig fjármálasnilling, persónulega er núna að borga 420.000 kr í vexti á mánuði í boði Seðlabankans, og ef ég þarf að frysta lán mitt í eitt ár má auðveldlega sjá að eign mín í húskofanum hefur rýrnað um allt að fimm milljónum, milljónum sem ég þarf svo að borga vexti af í framhaldi? Ég spyr. þykir mér nóg um fyrir. Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt. Það er sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt. Hvernig sem fer virðist því vera að við munum missa heimili okkar og lífsviðurværi, á hvorn veginn sem fer, annað hvort í gegnum forgarð helvítis eða vera gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana. Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins. Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum. Hér ríkir ekki ófremdarástand heldur neyðarástand og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrsjáanlega slátrun. Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af. Nú er komið nóg. Kæru samlandar. Ef bankastofnanir geta vogað sér að koma fram á þennan hátt við heilt samfélag í sárum og sparkað í liggjandi hund skulið þið vita eitt- þið eruð næst. Og á meðan ég hef athygli ykkar; Hver vill kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum, á besta stað í Grindavík? Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun