Þeir sem eiga að læra íslensku Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:00 „Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Spánn Innflytjendamál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun