Sorglegt að sjá hús foreldra sinna gjöreyðileggjast Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 12:33 Gunnar Tómasson hjá Þorbirni hf. í Grindavík ætlar að snúa til baka til Grindavíkur. Vísir/Arnar Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf., er hluti af teymi fyrirtækisins sem ætlar að bjarga miklum verðmætum í fiski í Grindavík. Hann ætlar sér að flytja aftur til Grindavíkur og segir sorg í sér að horfa upp á hús foreldra sinna gjöreyðileggjast. Eins og Vísir hefur greint frá hefur starfsfólki fyrirtækja í Grindavík verið hleypt inn í bæinn frá klukkan 10:00 í morgun. Klukkan 12:00 var íbúum hleypt inn. Vonast til að koma fisknum á markað „Við erum núna að flytja fisk hérna úr geymslunum hjá okkur, kæligeymslunum, yfir í Þorlákshöfn og Reykjavík, sem á að fara núna vonandi á jólamarkaðinn í Evrópu,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. „Við erum að undirbúa það að fara að ganga frá honum til pökkunar bæði í Reykjavík og í Þorlákshöfn. Þannig að næstu vikurnar fara í það að ganga frá því, þannig að það verði tilbúið.“ Er þetta mikið magn af fiski? „Já við fluttum héðan í gær svona 250 tonn. Það var allt tilbúið, pökkuð vara sem fer bara beint í flutning. En þetta eru svona 150 tonn sem við erum núna að ganga frá. Þannig að þetta er svolítið magn.“ Tekst ykkur að bjarga þessu? „Já já. Þetta bjargast algjörlega. Ef við fáum bara frið til þess að koma því frá okkur.“ Hugsar bara um daginn í dag Gunnar segist búast við því að ekki verði mikið eftir af fiski í kvöld. Þá segir hann húsnæði fyrirtækisins í lagi. „Aftur á móti er svolítil sorg í mér af því að hús foreldra minna, sem eru nú látin, það eyðilagðist alveg gjörsamlega núna og það verður ekki búið í því meira.“ Það tekur á fyrir þig að horfa á það? „Já já, það tekur á og sérstaklega fyrir þetta unga fólk sem er að missa sínar eigur í þetta, það er alveg skelfilegt.“ Nú býrðu hérna í bænum. Hvernig líður þér svona almennt með þetta og fólkinu? „Ég reyni að hugsa bara um daginn í dag. Þannig að núna erum við bara að reyna að bjarga verðmætum og erum með það í huga að koma hingað aftur og við höfum nógan tíma ef illa fer, að hugsa um það.“ Þú hefur það í huga að koma aftur? „Já já, ég er með það alveg á hreinu. Ég kem aftur.“ Ekkert hræddur við að koma til baka? „Nei nei, alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna.“ Hvernig er þitt eigið hús? „Mitt eigið hús er bara allt í lagi. Það stendur nú ekkert langt frá þessari sprungu sem er að opna sig hérna í plássinu. Ég lék mér sem ungur krakki í þessari sprungu. Þetta var nú aðal leiksvæðið hérna í plássinu, hérna uppi um allt. Þannig að það kemur á óvart að hún skuli vera svona skæð. Svona illvíg.“ Ekki aðalatriðið að halda jól heima Gunnar segist alltaf hafa átt von á því að Grindavík myndi ekki lenda í svona atburðum. Hann segist halda í vonina um að bærinn sleppi við eldgos. Nú eru margir starfsmenn hér, eru allir búnir að redda sér húsnæði? „Já já, það eru allir sem eru hér í vinnu hjá okkur búnir að redda sér húsnæði og flest af þeim gerðu það bara sjálf, því við erum með mikið af útlendingum í vinnu og það kom okkur á óvart hvað þeim gekk vel að útvega sér húsnæði. En við erum með mann í því að hjálpa þeim, af því að sumstaðar er þetta kannski til skamms tíma og sum staðar er þetta bara of þröngt hjá fólki og það er verið að laga til og búast við því að við þurfum að vera í nokkrar vikur í burtu. Svo verðum við bara að vinna úr þessu jafnt og þétt eftir því sem það kemur upp.“ Hvernig er með framhaldið hjá ykkar starfsfólki, er það farið að vinna á öðrum starfstöðvum eða hvernig er það? „Já, skrifstofan og þjónustuaðilarnir sem eru í vinnu hjá okkur, þeir eru komnir annars staðar. Við erum til dæmis að opna skrifstofu hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte í morgun og aðra starfsstöð í Keflavík og síðan erum við með hitt svona í undirbúningi að koma upp varahlutalager og öðru sem við þurfum á að halda.“ En þú sjálfur, hvar ertu búinn að koma þér fyrir? „Ég er búinn að koma mér fyrir fyrst í sumarbústaðnum mínum en svo núna er´eg kominn í íbúð í Reykjavík.“ Heldurðu að þið náið að halda jól heima hjá þér hérna´i bænum? „Ég ætla að vona það. En það er kannski ekkert aðalmarkmiðið, við myndum alveg lifa það þó við þyrftum að halda jól annars staðar en aðal atriðið er að koma hingað aftur.“ Þakklátur björgunarsveitarfólki Gunnar Tómasson var formlega tekinn inn í björgunarsveit árið 1972. Þar var hans fyrsta verk að fara til Vestmannaeyja eftir gos. Hann segir það hafa reynt mjög mikið á. Eðli málsins samkvæmt rifjast þeir atburðir sérstaklega upp fyrir honum vegna þess sem er að gerast í Grindavík í dag. Gunnar segist þakklátur björgunarsveitarfólki sem hefur aðstoðað íbúa í bænum og fleirum. „Mér finnst það aðdáunarvert hvað þetta fólk leggur mikið á sig.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hefur starfsfólki fyrirtækja í Grindavík verið hleypt inn í bæinn frá klukkan 10:00 í morgun. Klukkan 12:00 var íbúum hleypt inn. Vonast til að koma fisknum á markað „Við erum núna að flytja fisk hérna úr geymslunum hjá okkur, kæligeymslunum, yfir í Þorlákshöfn og Reykjavík, sem á að fara núna vonandi á jólamarkaðinn í Evrópu,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. „Við erum að undirbúa það að fara að ganga frá honum til pökkunar bæði í Reykjavík og í Þorlákshöfn. Þannig að næstu vikurnar fara í það að ganga frá því, þannig að það verði tilbúið.“ Er þetta mikið magn af fiski? „Já við fluttum héðan í gær svona 250 tonn. Það var allt tilbúið, pökkuð vara sem fer bara beint í flutning. En þetta eru svona 150 tonn sem við erum núna að ganga frá. Þannig að þetta er svolítið magn.“ Tekst ykkur að bjarga þessu? „Já já. Þetta bjargast algjörlega. Ef við fáum bara frið til þess að koma því frá okkur.“ Hugsar bara um daginn í dag Gunnar segist búast við því að ekki verði mikið eftir af fiski í kvöld. Þá segir hann húsnæði fyrirtækisins í lagi. „Aftur á móti er svolítil sorg í mér af því að hús foreldra minna, sem eru nú látin, það eyðilagðist alveg gjörsamlega núna og það verður ekki búið í því meira.“ Það tekur á fyrir þig að horfa á það? „Já já, það tekur á og sérstaklega fyrir þetta unga fólk sem er að missa sínar eigur í þetta, það er alveg skelfilegt.“ Nú býrðu hérna í bænum. Hvernig líður þér svona almennt með þetta og fólkinu? „Ég reyni að hugsa bara um daginn í dag. Þannig að núna erum við bara að reyna að bjarga verðmætum og erum með það í huga að koma hingað aftur og við höfum nógan tíma ef illa fer, að hugsa um það.“ Þú hefur það í huga að koma aftur? „Já já, ég er með það alveg á hreinu. Ég kem aftur.“ Ekkert hræddur við að koma til baka? „Nei nei, alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna.“ Hvernig er þitt eigið hús? „Mitt eigið hús er bara allt í lagi. Það stendur nú ekkert langt frá þessari sprungu sem er að opna sig hérna í plássinu. Ég lék mér sem ungur krakki í þessari sprungu. Þetta var nú aðal leiksvæðið hérna í plássinu, hérna uppi um allt. Þannig að það kemur á óvart að hún skuli vera svona skæð. Svona illvíg.“ Ekki aðalatriðið að halda jól heima Gunnar segist alltaf hafa átt von á því að Grindavík myndi ekki lenda í svona atburðum. Hann segist halda í vonina um að bærinn sleppi við eldgos. Nú eru margir starfsmenn hér, eru allir búnir að redda sér húsnæði? „Já já, það eru allir sem eru hér í vinnu hjá okkur búnir að redda sér húsnæði og flest af þeim gerðu það bara sjálf, því við erum með mikið af útlendingum í vinnu og það kom okkur á óvart hvað þeim gekk vel að útvega sér húsnæði. En við erum með mann í því að hjálpa þeim, af því að sumstaðar er þetta kannski til skamms tíma og sum staðar er þetta bara of þröngt hjá fólki og það er verið að laga til og búast við því að við þurfum að vera í nokkrar vikur í burtu. Svo verðum við bara að vinna úr þessu jafnt og þétt eftir því sem það kemur upp.“ Hvernig er með framhaldið hjá ykkar starfsfólki, er það farið að vinna á öðrum starfstöðvum eða hvernig er það? „Já, skrifstofan og þjónustuaðilarnir sem eru í vinnu hjá okkur, þeir eru komnir annars staðar. Við erum til dæmis að opna skrifstofu hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte í morgun og aðra starfsstöð í Keflavík og síðan erum við með hitt svona í undirbúningi að koma upp varahlutalager og öðru sem við þurfum á að halda.“ En þú sjálfur, hvar ertu búinn að koma þér fyrir? „Ég er búinn að koma mér fyrir fyrst í sumarbústaðnum mínum en svo núna er´eg kominn í íbúð í Reykjavík.“ Heldurðu að þið náið að halda jól heima hjá þér hérna´i bænum? „Ég ætla að vona það. En það er kannski ekkert aðalmarkmiðið, við myndum alveg lifa það þó við þyrftum að halda jól annars staðar en aðal atriðið er að koma hingað aftur.“ Þakklátur björgunarsveitarfólki Gunnar Tómasson var formlega tekinn inn í björgunarsveit árið 1972. Þar var hans fyrsta verk að fara til Vestmannaeyja eftir gos. Hann segir það hafa reynt mjög mikið á. Eðli málsins samkvæmt rifjast þeir atburðir sérstaklega upp fyrir honum vegna þess sem er að gerast í Grindavík í dag. Gunnar segist þakklátur björgunarsveitarfólki sem hefur aðstoðað íbúa í bænum og fleirum. „Mér finnst það aðdáunarvert hvað þetta fólk leggur mikið á sig.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira