Það er raunhæft að útrýma riðu á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2023 14:01 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, sem segir vel raunhæft að útrýma riðu í sauðfé á Íslandi en það það taki tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirdýralæknir segir það vel raunhæfan möguleika að Ísland verði riðulaust land, ekki síst vegna ræktunar á verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé. Lagt er til í nýrri skýrslu til matvælaráðherra að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland. Í vikunni skilaði sérfræðingahópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í vor af sér skýrslu til ráðherra sem ber heitið „Aðgerðir gegn riðuveiki - ný nálgun með verndandi arfgerðum“. Í skýrslunni er að finna greiningu hópsins á núverandi stöðu og tillögur að útfærslu við ræktun fjár með verndandi arfgerðir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir þekkir vel innihald skýrslunnar. „Aðal ráðgjöfin er að Íslandi ætti að setja sér áætlun, landsáætlun um hvernig standa á að ræktun með verndandi arfgerðum og að þetta verði í rauninni sameiginlegt plagg, sem ráðuneytið stendur að, Bændasamtökin, sauðfjárbændur og Matvælastofnun þannig að við komum okkur saman um í megindráttum hvernig á að standa að þessu og hver á að gera hvað þannig að við stígum öll í takt og göngum í takt í þessum aðgerðum á næstu árum og áratugum,” segir Sigurborg. Sigurborg segir að nýja arfgerðin muni breyta öllu ef vel tekst til varðandi riðuna. „Já, ef að við ræktum hana upp þá mun hún breyta miklu með það að markmiði að reyna að útrýma riðuveiki á Íslandi.” Hópurinn, sem vann skýrsluna leggur m.a. til að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland, þ.m.t arfgerðagreiningar. Einnig að stutt verði við sæðingar með hrútum sem bera verndandi arfgerðir og komið á fót samstarfi við.Aðsend En er raunhæft að útrýma riðuveiki fyrir fullt og allt? „Það er raunhæft en það tekur tíma. Það þarf þolinmæði og við þurfum samhliða ræktun að stöðva að smitefnin nái að dreifa sér og reyna að gera allt sem við getum þar þannig að það sé ekki að dreifa sér frá viðkomandi bæ eða magnist upp á bænum,” segir Sigurborg. Skýrsla hópsins Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Í vikunni skilaði sérfræðingahópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í vor af sér skýrslu til ráðherra sem ber heitið „Aðgerðir gegn riðuveiki - ný nálgun með verndandi arfgerðum“. Í skýrslunni er að finna greiningu hópsins á núverandi stöðu og tillögur að útfærslu við ræktun fjár með verndandi arfgerðir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir þekkir vel innihald skýrslunnar. „Aðal ráðgjöfin er að Íslandi ætti að setja sér áætlun, landsáætlun um hvernig standa á að ræktun með verndandi arfgerðum og að þetta verði í rauninni sameiginlegt plagg, sem ráðuneytið stendur að, Bændasamtökin, sauðfjárbændur og Matvælastofnun þannig að við komum okkur saman um í megindráttum hvernig á að standa að þessu og hver á að gera hvað þannig að við stígum öll í takt og göngum í takt í þessum aðgerðum á næstu árum og áratugum,” segir Sigurborg. Sigurborg segir að nýja arfgerðin muni breyta öllu ef vel tekst til varðandi riðuna. „Já, ef að við ræktum hana upp þá mun hún breyta miklu með það að markmiði að reyna að útrýma riðuveiki á Íslandi.” Hópurinn, sem vann skýrsluna leggur m.a. til að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland, þ.m.t arfgerðagreiningar. Einnig að stutt verði við sæðingar með hrútum sem bera verndandi arfgerðir og komið á fót samstarfi við.Aðsend En er raunhæft að útrýma riðuveiki fyrir fullt og allt? „Það er raunhæft en það tekur tíma. Það þarf þolinmæði og við þurfum samhliða ræktun að stöðva að smitefnin nái að dreifa sér og reyna að gera allt sem við getum þar þannig að það sé ekki að dreifa sér frá viðkomandi bæ eða magnist upp á bænum,” segir Sigurborg. Skýrsla hópsins
Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira