Fyrirsjáanleiki í rekstri skiptir öllu máli Jóhannes Þór Skúlason skrifar 10. nóvember 2023 19:01 Stjórnvöld hafa nú loks birt fyrirhugaða breytingu á skattheimtu á ferðaþjónustu í frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði frá 1. janúar 2024 lagður á hvern einstakling í stað gistirýmis áður. Þá er einnig lagt til að skatturinn leggist á skemmtiferðaskip í siglingum til og frá og við Ísland, sem hefur ekki verið áður. Breytingin hefur t.d. þau áhrif að skattur á hvert tveggja manna herbergi hækkar um 100%. Þar sem fleiri eru í herbergi eða öðru gistirými er hækkunin enn meiri, en almennt eru slík gistirými algengari á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þótt um sé að ræða breytingu á eðli og innheimtu skattsins felst í henni raunskattahækkun gagnvart fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Enginn fyrirsjáanleiki þýðir að fyrirtækin munu greiða skattinn, ekki ferðamennirnir Á vormánuðum var boðuð aukin 2,7 ma.kr. gjaldtaka á ferðaþjónustu án útfærslu. Áform um breytingar á gistináttaskatti birtust svo ekki í samráðsgátt fyrr en í lok september og ferðaþjónustufyrirtæki fengu því aðeins um þriggja mánaða fyrirvara um að yfir höfuð væru áformaðar væru breytingar á gistináttaskatti. Útfærsla breytinganna birtist svo loks nú í byrjun nóvember, tæpum tveimur mánuðum áður en þeim er ætlað að taka gildi. Ef Alþingi samþykkir breytingarnar í byrjun desember munu þær taka gildi strax í byrjun janúar og fyrirvarinn því í raun enginn fyrir atvinnugrein sem hefur nú þegar selt stóran hluta af ferðum næsta árs. Það er óásættanlegt. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði fyrir alla þá sem standa í rekstri. Það er mikilvægt hlutverk ríkisvaldsins að skapa atvinnugreinum og fyrirtækjum heilbrigt rekstrarumhverfi og hluti af því er að tryggja fyrirsjáanleika. Ljóst er að taki áætlaðar breytingar á gistináttaskatti gildi með svo stuttum fyrirvara verður markmiðum stjórnvalda um að ferðamaðurinn greiði skattinn ekki náð, því miðað við framkvæmd laganna hingað til munu fyrirtækin koma til með að sitja uppi með breytingar skattsins og greiða fyrir þær innan úr rekstri sínum. Mikilvægi fyrirvara á skattabreytingum eru ekki nýjar upplýsingar Sú staðreynd er stjórnvöldum vel kunn að vegna eðlis atvinnugreinarinnar er 12 mánaða fyrirvari nauðsynlegur á slíkum skattabreytingum, enda hafa Samtök ferðaþjónustunnar margsinnis komið því á framfæri við Alþingi, ráðuneyti og stofnanir, þar á meðal ítrekað nú á haustmánuðum. Það eru samtökunum því mikil vonbrigði að fjármálaráðuneytið hafi ekki tekið tillit til þessara vel þekktu staðreynda um nauðsynlegan fyrirvara á skattabreytingum í ferðaþjónustu við framlagningu frumvarpsins. Því er við að bæta að skatturinn er lagður á til einfaldrar tekjuöflunar fyrir ríkissjóð en ekki er áætlað skv. frumvarpi til fjárlaga að auknar tekjur af ferðaþjónustu skili sér til aukinna framlaga til verkefna á málefnasviði ferðaþjónustu. Í því samhengi má einnig benda á að skv. útreikningum sem Reykjavík Economics vinnur nú að fyrir SAF var skattspor ferðaþjónustu um 140 milljarðar á síðasta ári. SAF telja því að engin rök mæli með sérstakri hækkun sérskatta á ferðaþjónustufyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert. Breytingar í ósamræmi við markmið stjórnarsáttmála Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega vikið að mikilvægi þess að atvinnugreinin „fái tækifæri til uppbyggingar eftir áföll heimsfaraldursins". Áhrifa heimsfaraldursins gætir enn með ýmsum hætti hjá fyrirtækjum í ferðþjónustu, þar á meðal hjá rekstri gististaða og ferðaskrifstofa, sem munu þurfa að taka höggið af hærri skattheimtu með óeðlilega stuttum fyrirvara. Hækkandi vaxta- og launakostnaður bítur fast og jafnframt er enn áskorun að létta skuldastöðu greinarinnar á nýjan leik. Það er vandséð hvernig auknar álögur á ferðaþjónustu falla að markmiðum stjórnarsáttmálans um aukna samkeppnishæfni og tækifæri greinarinnar til uppbyggingar. Bera þarf virðingu fyrir verðmætasköpun Ferðaþjónusta er ein stærsta útflutningsstoð þjóðarbúsins og var hlutur greinarinnar um 7,8% af verðmætasköpun þess árið 2022. Sú verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi enda er áfangastaðurinn Ísland og ferðaþjónustufyrirtækin sem standa undir henni alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því er gríðarmikilvægt að stjórnvöld miði ætíð að því að bæta rekstrarumhverfi atvinnugreinarinnar með fyrirsjáanleika í forgrunni en setji ekki á nýjar hindranir með stuttum fyrirvara sem erfitt er, eða einfaldlega ekki hægt, að bregðast við. Það er lágmarkskrafa að ákvarðanir hins opinbera séu ávallt þess eðlis að borin sé virðing fyrir virkni og verðmætasköpun atvinnugreinarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Skattar og tollar Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa nú loks birt fyrirhugaða breytingu á skattheimtu á ferðaþjónustu í frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði frá 1. janúar 2024 lagður á hvern einstakling í stað gistirýmis áður. Þá er einnig lagt til að skatturinn leggist á skemmtiferðaskip í siglingum til og frá og við Ísland, sem hefur ekki verið áður. Breytingin hefur t.d. þau áhrif að skattur á hvert tveggja manna herbergi hækkar um 100%. Þar sem fleiri eru í herbergi eða öðru gistirými er hækkunin enn meiri, en almennt eru slík gistirými algengari á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þótt um sé að ræða breytingu á eðli og innheimtu skattsins felst í henni raunskattahækkun gagnvart fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Enginn fyrirsjáanleiki þýðir að fyrirtækin munu greiða skattinn, ekki ferðamennirnir Á vormánuðum var boðuð aukin 2,7 ma.kr. gjaldtaka á ferðaþjónustu án útfærslu. Áform um breytingar á gistináttaskatti birtust svo ekki í samráðsgátt fyrr en í lok september og ferðaþjónustufyrirtæki fengu því aðeins um þriggja mánaða fyrirvara um að yfir höfuð væru áformaðar væru breytingar á gistináttaskatti. Útfærsla breytinganna birtist svo loks nú í byrjun nóvember, tæpum tveimur mánuðum áður en þeim er ætlað að taka gildi. Ef Alþingi samþykkir breytingarnar í byrjun desember munu þær taka gildi strax í byrjun janúar og fyrirvarinn því í raun enginn fyrir atvinnugrein sem hefur nú þegar selt stóran hluta af ferðum næsta árs. Það er óásættanlegt. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði fyrir alla þá sem standa í rekstri. Það er mikilvægt hlutverk ríkisvaldsins að skapa atvinnugreinum og fyrirtækjum heilbrigt rekstrarumhverfi og hluti af því er að tryggja fyrirsjáanleika. Ljóst er að taki áætlaðar breytingar á gistináttaskatti gildi með svo stuttum fyrirvara verður markmiðum stjórnvalda um að ferðamaðurinn greiði skattinn ekki náð, því miðað við framkvæmd laganna hingað til munu fyrirtækin koma til með að sitja uppi með breytingar skattsins og greiða fyrir þær innan úr rekstri sínum. Mikilvægi fyrirvara á skattabreytingum eru ekki nýjar upplýsingar Sú staðreynd er stjórnvöldum vel kunn að vegna eðlis atvinnugreinarinnar er 12 mánaða fyrirvari nauðsynlegur á slíkum skattabreytingum, enda hafa Samtök ferðaþjónustunnar margsinnis komið því á framfæri við Alþingi, ráðuneyti og stofnanir, þar á meðal ítrekað nú á haustmánuðum. Það eru samtökunum því mikil vonbrigði að fjármálaráðuneytið hafi ekki tekið tillit til þessara vel þekktu staðreynda um nauðsynlegan fyrirvara á skattabreytingum í ferðaþjónustu við framlagningu frumvarpsins. Því er við að bæta að skatturinn er lagður á til einfaldrar tekjuöflunar fyrir ríkissjóð en ekki er áætlað skv. frumvarpi til fjárlaga að auknar tekjur af ferðaþjónustu skili sér til aukinna framlaga til verkefna á málefnasviði ferðaþjónustu. Í því samhengi má einnig benda á að skv. útreikningum sem Reykjavík Economics vinnur nú að fyrir SAF var skattspor ferðaþjónustu um 140 milljarðar á síðasta ári. SAF telja því að engin rök mæli með sérstakri hækkun sérskatta á ferðaþjónustufyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert. Breytingar í ósamræmi við markmið stjórnarsáttmála Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega vikið að mikilvægi þess að atvinnugreinin „fái tækifæri til uppbyggingar eftir áföll heimsfaraldursins". Áhrifa heimsfaraldursins gætir enn með ýmsum hætti hjá fyrirtækjum í ferðþjónustu, þar á meðal hjá rekstri gististaða og ferðaskrifstofa, sem munu þurfa að taka höggið af hærri skattheimtu með óeðlilega stuttum fyrirvara. Hækkandi vaxta- og launakostnaður bítur fast og jafnframt er enn áskorun að létta skuldastöðu greinarinnar á nýjan leik. Það er vandséð hvernig auknar álögur á ferðaþjónustu falla að markmiðum stjórnarsáttmálans um aukna samkeppnishæfni og tækifæri greinarinnar til uppbyggingar. Bera þarf virðingu fyrir verðmætasköpun Ferðaþjónusta er ein stærsta útflutningsstoð þjóðarbúsins og var hlutur greinarinnar um 7,8% af verðmætasköpun þess árið 2022. Sú verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi enda er áfangastaðurinn Ísland og ferðaþjónustufyrirtækin sem standa undir henni alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því er gríðarmikilvægt að stjórnvöld miði ætíð að því að bæta rekstrarumhverfi atvinnugreinarinnar með fyrirsjáanleika í forgrunni en setji ekki á nýjar hindranir með stuttum fyrirvara sem erfitt er, eða einfaldlega ekki hægt, að bregðast við. Það er lágmarkskrafa að ákvarðanir hins opinbera séu ávallt þess eðlis að borin sé virðing fyrir virkni og verðmætasköpun atvinnugreinarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun