Fyrirsjáanleiki í rekstri skiptir öllu máli Jóhannes Þór Skúlason skrifar 10. nóvember 2023 19:01 Stjórnvöld hafa nú loks birt fyrirhugaða breytingu á skattheimtu á ferðaþjónustu í frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði frá 1. janúar 2024 lagður á hvern einstakling í stað gistirýmis áður. Þá er einnig lagt til að skatturinn leggist á skemmtiferðaskip í siglingum til og frá og við Ísland, sem hefur ekki verið áður. Breytingin hefur t.d. þau áhrif að skattur á hvert tveggja manna herbergi hækkar um 100%. Þar sem fleiri eru í herbergi eða öðru gistirými er hækkunin enn meiri, en almennt eru slík gistirými algengari á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þótt um sé að ræða breytingu á eðli og innheimtu skattsins felst í henni raunskattahækkun gagnvart fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Enginn fyrirsjáanleiki þýðir að fyrirtækin munu greiða skattinn, ekki ferðamennirnir Á vormánuðum var boðuð aukin 2,7 ma.kr. gjaldtaka á ferðaþjónustu án útfærslu. Áform um breytingar á gistináttaskatti birtust svo ekki í samráðsgátt fyrr en í lok september og ferðaþjónustufyrirtæki fengu því aðeins um þriggja mánaða fyrirvara um að yfir höfuð væru áformaðar væru breytingar á gistináttaskatti. Útfærsla breytinganna birtist svo loks nú í byrjun nóvember, tæpum tveimur mánuðum áður en þeim er ætlað að taka gildi. Ef Alþingi samþykkir breytingarnar í byrjun desember munu þær taka gildi strax í byrjun janúar og fyrirvarinn því í raun enginn fyrir atvinnugrein sem hefur nú þegar selt stóran hluta af ferðum næsta árs. Það er óásættanlegt. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði fyrir alla þá sem standa í rekstri. Það er mikilvægt hlutverk ríkisvaldsins að skapa atvinnugreinum og fyrirtækjum heilbrigt rekstrarumhverfi og hluti af því er að tryggja fyrirsjáanleika. Ljóst er að taki áætlaðar breytingar á gistináttaskatti gildi með svo stuttum fyrirvara verður markmiðum stjórnvalda um að ferðamaðurinn greiði skattinn ekki náð, því miðað við framkvæmd laganna hingað til munu fyrirtækin koma til með að sitja uppi með breytingar skattsins og greiða fyrir þær innan úr rekstri sínum. Mikilvægi fyrirvara á skattabreytingum eru ekki nýjar upplýsingar Sú staðreynd er stjórnvöldum vel kunn að vegna eðlis atvinnugreinarinnar er 12 mánaða fyrirvari nauðsynlegur á slíkum skattabreytingum, enda hafa Samtök ferðaþjónustunnar margsinnis komið því á framfæri við Alþingi, ráðuneyti og stofnanir, þar á meðal ítrekað nú á haustmánuðum. Það eru samtökunum því mikil vonbrigði að fjármálaráðuneytið hafi ekki tekið tillit til þessara vel þekktu staðreynda um nauðsynlegan fyrirvara á skattabreytingum í ferðaþjónustu við framlagningu frumvarpsins. Því er við að bæta að skatturinn er lagður á til einfaldrar tekjuöflunar fyrir ríkissjóð en ekki er áætlað skv. frumvarpi til fjárlaga að auknar tekjur af ferðaþjónustu skili sér til aukinna framlaga til verkefna á málefnasviði ferðaþjónustu. Í því samhengi má einnig benda á að skv. útreikningum sem Reykjavík Economics vinnur nú að fyrir SAF var skattspor ferðaþjónustu um 140 milljarðar á síðasta ári. SAF telja því að engin rök mæli með sérstakri hækkun sérskatta á ferðaþjónustufyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert. Breytingar í ósamræmi við markmið stjórnarsáttmála Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega vikið að mikilvægi þess að atvinnugreinin „fái tækifæri til uppbyggingar eftir áföll heimsfaraldursins". Áhrifa heimsfaraldursins gætir enn með ýmsum hætti hjá fyrirtækjum í ferðþjónustu, þar á meðal hjá rekstri gististaða og ferðaskrifstofa, sem munu þurfa að taka höggið af hærri skattheimtu með óeðlilega stuttum fyrirvara. Hækkandi vaxta- og launakostnaður bítur fast og jafnframt er enn áskorun að létta skuldastöðu greinarinnar á nýjan leik. Það er vandséð hvernig auknar álögur á ferðaþjónustu falla að markmiðum stjórnarsáttmálans um aukna samkeppnishæfni og tækifæri greinarinnar til uppbyggingar. Bera þarf virðingu fyrir verðmætasköpun Ferðaþjónusta er ein stærsta útflutningsstoð þjóðarbúsins og var hlutur greinarinnar um 7,8% af verðmætasköpun þess árið 2022. Sú verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi enda er áfangastaðurinn Ísland og ferðaþjónustufyrirtækin sem standa undir henni alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því er gríðarmikilvægt að stjórnvöld miði ætíð að því að bæta rekstrarumhverfi atvinnugreinarinnar með fyrirsjáanleika í forgrunni en setji ekki á nýjar hindranir með stuttum fyrirvara sem erfitt er, eða einfaldlega ekki hægt, að bregðast við. Það er lágmarkskrafa að ákvarðanir hins opinbera séu ávallt þess eðlis að borin sé virðing fyrir virkni og verðmætasköpun atvinnugreinarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Skattar og tollar Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa nú loks birt fyrirhugaða breytingu á skattheimtu á ferðaþjónustu í frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði frá 1. janúar 2024 lagður á hvern einstakling í stað gistirýmis áður. Þá er einnig lagt til að skatturinn leggist á skemmtiferðaskip í siglingum til og frá og við Ísland, sem hefur ekki verið áður. Breytingin hefur t.d. þau áhrif að skattur á hvert tveggja manna herbergi hækkar um 100%. Þar sem fleiri eru í herbergi eða öðru gistirými er hækkunin enn meiri, en almennt eru slík gistirými algengari á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þótt um sé að ræða breytingu á eðli og innheimtu skattsins felst í henni raunskattahækkun gagnvart fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Enginn fyrirsjáanleiki þýðir að fyrirtækin munu greiða skattinn, ekki ferðamennirnir Á vormánuðum var boðuð aukin 2,7 ma.kr. gjaldtaka á ferðaþjónustu án útfærslu. Áform um breytingar á gistináttaskatti birtust svo ekki í samráðsgátt fyrr en í lok september og ferðaþjónustufyrirtæki fengu því aðeins um þriggja mánaða fyrirvara um að yfir höfuð væru áformaðar væru breytingar á gistináttaskatti. Útfærsla breytinganna birtist svo loks nú í byrjun nóvember, tæpum tveimur mánuðum áður en þeim er ætlað að taka gildi. Ef Alþingi samþykkir breytingarnar í byrjun desember munu þær taka gildi strax í byrjun janúar og fyrirvarinn því í raun enginn fyrir atvinnugrein sem hefur nú þegar selt stóran hluta af ferðum næsta árs. Það er óásættanlegt. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði fyrir alla þá sem standa í rekstri. Það er mikilvægt hlutverk ríkisvaldsins að skapa atvinnugreinum og fyrirtækjum heilbrigt rekstrarumhverfi og hluti af því er að tryggja fyrirsjáanleika. Ljóst er að taki áætlaðar breytingar á gistináttaskatti gildi með svo stuttum fyrirvara verður markmiðum stjórnvalda um að ferðamaðurinn greiði skattinn ekki náð, því miðað við framkvæmd laganna hingað til munu fyrirtækin koma til með að sitja uppi með breytingar skattsins og greiða fyrir þær innan úr rekstri sínum. Mikilvægi fyrirvara á skattabreytingum eru ekki nýjar upplýsingar Sú staðreynd er stjórnvöldum vel kunn að vegna eðlis atvinnugreinarinnar er 12 mánaða fyrirvari nauðsynlegur á slíkum skattabreytingum, enda hafa Samtök ferðaþjónustunnar margsinnis komið því á framfæri við Alþingi, ráðuneyti og stofnanir, þar á meðal ítrekað nú á haustmánuðum. Það eru samtökunum því mikil vonbrigði að fjármálaráðuneytið hafi ekki tekið tillit til þessara vel þekktu staðreynda um nauðsynlegan fyrirvara á skattabreytingum í ferðaþjónustu við framlagningu frumvarpsins. Því er við að bæta að skatturinn er lagður á til einfaldrar tekjuöflunar fyrir ríkissjóð en ekki er áætlað skv. frumvarpi til fjárlaga að auknar tekjur af ferðaþjónustu skili sér til aukinna framlaga til verkefna á málefnasviði ferðaþjónustu. Í því samhengi má einnig benda á að skv. útreikningum sem Reykjavík Economics vinnur nú að fyrir SAF var skattspor ferðaþjónustu um 140 milljarðar á síðasta ári. SAF telja því að engin rök mæli með sérstakri hækkun sérskatta á ferðaþjónustufyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert. Breytingar í ósamræmi við markmið stjórnarsáttmála Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega vikið að mikilvægi þess að atvinnugreinin „fái tækifæri til uppbyggingar eftir áföll heimsfaraldursins". Áhrifa heimsfaraldursins gætir enn með ýmsum hætti hjá fyrirtækjum í ferðþjónustu, þar á meðal hjá rekstri gististaða og ferðaskrifstofa, sem munu þurfa að taka höggið af hærri skattheimtu með óeðlilega stuttum fyrirvara. Hækkandi vaxta- og launakostnaður bítur fast og jafnframt er enn áskorun að létta skuldastöðu greinarinnar á nýjan leik. Það er vandséð hvernig auknar álögur á ferðaþjónustu falla að markmiðum stjórnarsáttmálans um aukna samkeppnishæfni og tækifæri greinarinnar til uppbyggingar. Bera þarf virðingu fyrir verðmætasköpun Ferðaþjónusta er ein stærsta útflutningsstoð þjóðarbúsins og var hlutur greinarinnar um 7,8% af verðmætasköpun þess árið 2022. Sú verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi enda er áfangastaðurinn Ísland og ferðaþjónustufyrirtækin sem standa undir henni alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því er gríðarmikilvægt að stjórnvöld miði ætíð að því að bæta rekstrarumhverfi atvinnugreinarinnar með fyrirsjáanleika í forgrunni en setji ekki á nýjar hindranir með stuttum fyrirvara sem erfitt er, eða einfaldlega ekki hægt, að bregðast við. Það er lágmarkskrafa að ákvarðanir hins opinbera séu ávallt þess eðlis að borin sé virðing fyrir virkni og verðmætasköpun atvinnugreinarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar