Öflug skjálftahrina hófst í morgunsárið eftir rólegheitin í nótt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 12:19 Reykjanesið hóf að hristast um áttaleytið í morgun en liðin nótt var tiltölulega róleg. Vísir/Vilhelm Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð. Minnst fimm hundruð skjálftar hafa riðið yfir frá því á miðnætti og þar af hafa sjö þeirra mælst þrír að stærð eða stærri. Allflestir hafa raðast niður suðaustan við Sílingarfell. Stærsti skjálftinn varð klukkan korter í eitt og mældist 4,1 að stærð. Allir skjálftarnir hafa verið á um 5 til 5,7 km dýpi. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Heilt yfir, ef við skoðum stöðuna, þá erum við áfram að sjá þessar jarðskjálftakviður koma fram út af þessari þenslu sem er vestan við Þorbjörninn og við sáum í gær eftir stóru skjálftana sem riðu yfir eftir miðnætti í gær að þá kom svona svolítið hlé í skjálftavirknina en nú er hún bara að taka sig upp aftur og við verðum bara að vakta þetta áfram og vera viðbúin því að finna fyrir skjálftum áfram.“ Fleiri mælistöðvar settar upp á Reykjanesi Samkvæmt nýjustu GPS gögnum er landris áfram stöðugt á svæðinu en starfsfólk Veðurstofunnar setti í gær upp fleiri GPS mælistöðvar til að geta fylgst enn betur með þróuninni. Gátuð þið numið einhverja breytingu á hraða landrissins í kjölfar stóru, stóru skjálftanna sem riðu yfir í fyrrinótt? „Við sjáum að GPS-ið tekur stökk en við þurfum að fá fleiri mælipunkta til að sjá hvort risið heldur áfram á sama hraða en við þurfum þá að bíða áfram næstu átta tíma til að fá frekari punkta til að gefa okkur betri heildarmynd um hvernig þetta er að þróast.“ Áfram má búast við skjálftum allt að 5 að stærð Eru meiri líkur á eldgosi núna heldur en síðustu daga eða er staðan hreinlega bara óbreytt? „Við metum það svo að staðan er í rauninni óbreytt eins og er og við þurfum að vakta þetta vel áfram og við erum ennþá inn í þessum atburði og við getum búist núna áfram við skjálftum á svæðinu allt að um 5 að stærð og við verðum bara að búast við að þessar jarðskjálftakviður verði áfram á meðan þenslan er þarna vestan við Þorbjörn.“Uppfærsla kl 13. 22: Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um skjálftavirknina. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Tengdar fréttir Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58 Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Minnst fimm hundruð skjálftar hafa riðið yfir frá því á miðnætti og þar af hafa sjö þeirra mælst þrír að stærð eða stærri. Allflestir hafa raðast niður suðaustan við Sílingarfell. Stærsti skjálftinn varð klukkan korter í eitt og mældist 4,1 að stærð. Allir skjálftarnir hafa verið á um 5 til 5,7 km dýpi. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Heilt yfir, ef við skoðum stöðuna, þá erum við áfram að sjá þessar jarðskjálftakviður koma fram út af þessari þenslu sem er vestan við Þorbjörninn og við sáum í gær eftir stóru skjálftana sem riðu yfir eftir miðnætti í gær að þá kom svona svolítið hlé í skjálftavirknina en nú er hún bara að taka sig upp aftur og við verðum bara að vakta þetta áfram og vera viðbúin því að finna fyrir skjálftum áfram.“ Fleiri mælistöðvar settar upp á Reykjanesi Samkvæmt nýjustu GPS gögnum er landris áfram stöðugt á svæðinu en starfsfólk Veðurstofunnar setti í gær upp fleiri GPS mælistöðvar til að geta fylgst enn betur með þróuninni. Gátuð þið numið einhverja breytingu á hraða landrissins í kjölfar stóru, stóru skjálftanna sem riðu yfir í fyrrinótt? „Við sjáum að GPS-ið tekur stökk en við þurfum að fá fleiri mælipunkta til að sjá hvort risið heldur áfram á sama hraða en við þurfum þá að bíða áfram næstu átta tíma til að fá frekari punkta til að gefa okkur betri heildarmynd um hvernig þetta er að þróast.“ Áfram má búast við skjálftum allt að 5 að stærð Eru meiri líkur á eldgosi núna heldur en síðustu daga eða er staðan hreinlega bara óbreytt? „Við metum það svo að staðan er í rauninni óbreytt eins og er og við þurfum að vakta þetta vel áfram og við erum ennþá inn í þessum atburði og við getum búist núna áfram við skjálftum á svæðinu allt að um 5 að stærð og við verðum bara að búast við að þessar jarðskjálftakviður verði áfram á meðan þenslan er þarna vestan við Þorbjörn.“Uppfærsla kl 13. 22: Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um skjálftavirknina.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Tengdar fréttir Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58 Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58
Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02
Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30