Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 10:05 Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan. Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan.
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira