Biðja Unni Eddu afsökunar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Unnur Edda vonar að reynslusaga hennar geti nýst í baráttunni gegn einelti. Vísir/Vilhelm „Þetta gefur manni svolítinn auka kraft til að halda áfram baráttunni við þetta ljóta mein sem einelti kann að skilja eftir í sálinni manns,“ segir Unnur Edda Björnsdóttir. Hún steig fram í viðtali á Vísi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunn- og framhaldsskóla. Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira