Vill láta breyta nafni hluta Hátúns Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2023 13:13 Líf segir að í raun sé Hátún í Reykjavík tvær götur. Hún vill sjá að nafni norður-suðurkaflans verði breytt og nefndur í höfuðið á Ólöfu Ríkarðsdóttur. Vísir/Vilhelm/Sjálfsbjörg Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill að nafni hluta götunnar Hátúns í Reykjavík verði breytt og hann nefndur í höfuðið á einum af stofnenda Öryrkjabandalagsins. Vill borgarfulltrúinn að norður-suður hluti götunnar verði þannig nefndur Ólafartún í höfuðið á Ólöfu Ríkarðsdóttur. Líf lagði tillögu um að umhverfis- og skipulagsráð myndi samþykkja að skoða nafnabreytingu á fundi ráðsins í september síðastliðinn. Málinu var þá frestað og var svo aftur frestað á fundi ráðsins í byrjun mánaðar. Líf segir að í raun sé Hátún tvær götur. „Önnur gatan er norður-suður og hin gatan liggur þvert á, austur-vestur. Lagt er til að sú gata sem liggur í norður-suður fái nafnið Ólafartún í höfuðið á Ólöfu Ríkarðsdóttur ein stofnenda ÖBÍ en skrifstofur ÖBÍ voru til margra ára í Hátúni 10,“ segir í greinargerð Lífar. Áfram segir hún að Ólöf Ríkarðsdóttir hafi verið ötul baráttukona og brautryðjandi fyrir réttindum fatlaðs fólks og öryrkja. „Hún lagði mikla áherslu á húsnæðismál sem fatlað fólk nýtur góðs af enn í dag. Eins lyfti hún ásamt fleirum, grettistaki í aðgengismálum fatlaðs fólks að opinberum byggingum, sérmerktum bílastæðum og ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Það færi vel á því að heiðra minningu hennar með götunafnagjöf og um leið fjölga götum í Reykjavík sem heita eftir konum,“ segir Líf. Ólöf Ríkarðsdóttir lést árið 2017. Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Líf lagði tillögu um að umhverfis- og skipulagsráð myndi samþykkja að skoða nafnabreytingu á fundi ráðsins í september síðastliðinn. Málinu var þá frestað og var svo aftur frestað á fundi ráðsins í byrjun mánaðar. Líf segir að í raun sé Hátún tvær götur. „Önnur gatan er norður-suður og hin gatan liggur þvert á, austur-vestur. Lagt er til að sú gata sem liggur í norður-suður fái nafnið Ólafartún í höfuðið á Ólöfu Ríkarðsdóttur ein stofnenda ÖBÍ en skrifstofur ÖBÍ voru til margra ára í Hátúni 10,“ segir í greinargerð Lífar. Áfram segir hún að Ólöf Ríkarðsdóttir hafi verið ötul baráttukona og brautryðjandi fyrir réttindum fatlaðs fólks og öryrkja. „Hún lagði mikla áherslu á húsnæðismál sem fatlað fólk nýtur góðs af enn í dag. Eins lyfti hún ásamt fleirum, grettistaki í aðgengismálum fatlaðs fólks að opinberum byggingum, sérmerktum bílastæðum og ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Það færi vel á því að heiðra minningu hennar með götunafnagjöf og um leið fjölga götum í Reykjavík sem heita eftir konum,“ segir Líf. Ólöf Ríkarðsdóttir lést árið 2017.
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira