Eigum við að umbera einelti? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2023 22:00 Dagur gegn einelti er í dag. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum degi sérstaklega og hvetja sem flesta til að hafa daginn í hávegum í skólum og öðrum stofnunum landsins. Því miður hefur einelti örugglega alltaf fylgt okkur mannfólkinu og byggði mögulega upphaflega á þeirri miklu líffræðilegu þörf hjá okkur að tilheyra hóp þegar við vorum frumstæðari. Þá gat það verið spurning um líf eða dauða hvort allir fengu að vera hluti af hópnum, ef einhver var útilokaður úr hópnum var erfiðara fyrir hann að komast lífs af. Við höfum enn þessa miklu þörf fyrir að tilheyra þrátt fyrir að við höfum þróast mikið. Og enn eru mörg börn sem verða fyrir einelti. Hugmyndir og þekking sérfræðinga á einelti hefur þróast frá því að viðfangsefnið var fyrst rannsakað. UNESCO skilgreindi einelti nýlega á eftirfarandi hátt: Einelti er skaðlegt félagslegt atferli sem einkennist af valdaójafnvægi sem myndast vegna viðmiða sem sett eru í samfélaginu og innan stofnana þess. Það er oft endurtekið og birtist sem óæskileg mannleg hegðun og veldur líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum skaða á viðkomandi einstaklingum eða hópum. Þessi skilgreining er í samræmi við þá sem notast er við í Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Öll tilheyrum við ýmsum hópum þar sem ákveðin viðmið eru ríkjandi um hvað sé talið rétt og rangt, gott og vont, flott og glatað. Þeir sem falla ekki að þessum viðmiðum eiga það á hættu að fá ekki að tilheyra hópnum, eru útskúfaðir og hundsaðir. Þar sem við höfum þessa miklu þörf til að tilheyra hópnum gerum við oft margt til að tryggja veru okkar þar. Við samsömum okkur jafnvel hópnum og breytum á yfirborðinu til dæmis hvernig við klæðumst, hvernig tónlist við hlustum á eða hvaða tómstundir við iðkum til að vera hluti af hópnum. Þeir sem skera sig úr verða fyrir aðkasti, ýmist vegna einhvers sem hópurinn lítur á sem veikleika eða yfirburða styrkleika sem ógnar líka norminu. Enginn í hópnum þorir að standa með þeim sem er útilokaður því þeir eru hræddir um að verða refsað og útilokaðir sjálfir. Þannig mótast menning sem verður samþykkt vegna þess að enginn bregst við og hefur kjark og getu til að breyta henni. Því er mikilvægt að börn læri frá unga aldri um tilfinningar, líðan, samskipti og tjáningu. Með því að leggja strax á fyrstu æviárunum áherslu á að börn setji sér og öðrum mörk í samskiptum erum við að valdefla þau. Með því að vera sjálf góðar fyrirmyndir barnanna í samskiptum og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, kennum við börnunum víðsýni, umhyggju, samkennd og síðast en ekki síst; umburðarlyndi Barnaheill leggja áherslu á umburðarlyndi í tengslum við Dag gegn einelti með sérstökum Dögum umburðarlyndis. Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en 70 ár bent á mikilvægi þess að tileinka sér það. Í dag, hefur þörfin fyrir umburðarlyndi ekki minnkað, síður en svo. Margt hefur breyst í samfélaginu og áunnist ef litið er til baka. En þrátt fyrir miklar breytingar er ekki þar með sagt að umburðarlyndi hafi sjálfkrafa aukist á meðal fólks. Jú, það er staðreynd að auðveldara er að eiga samskipti við fólk hvaðanæva að, meðal annars með tilkomu samfélagsmiðla. Þar er í mörgum tilfellum með einföldum hætti hægt að fá innsýn í daglegt líf hvers og eins. Þessari framþróun hefur þó ekki sjálfkrafa fylgt meiri skilningur á fjölbreytileika einstaklinga, uppruna þeirra, útliti, kyni, kynhneigð, menningu, trúarbrögðum og fleira. Samfélög verða sem betur fer sífellt fjölbreyttari en samhliða því hefur því miður myndast aukið óþol gagnvart margbreytileikanum. Það hefur meðal annars birst með auknum mannréttindabrotum, ýmsum öfgum og hatursorðræðu gagnvart ákveðnum hópum fólks. Umburðarlyndi snýr ekki eingöngu að því að umbera annað fólk og sýna því einhverja aumingjagæsku vegna þess að einhver annar hefur sagt til um það. Hugtakið felur miklu meira í sér. Í námsefni Vináttu er umburðarlyndi skilgreint á eftirfarandi hátt: Að skilja mikilvægi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu. Þannig er einblínt á styrkleikana sem eru fólgnir í því að við séum mismunandi og það gerir samfélagið/bekkinn/hópinn sterkari og betri þegar allir eru metnir af eigin verðleikum. Enginn einstaklingur á að þurfa að breyta því hvernig hann er til að falla í hópinn heldur er hann samþykktur eins og hann er. Umburðarlyndi er því gríðarlega mikilvægt gildi til að skapa börnum og ungmennum öryggi til að vera þau sjálf. Sýnum hvert öðru umburðarlyndi en umberum aldrei einelti. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Dagur gegn einelti er í dag. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum degi sérstaklega og hvetja sem flesta til að hafa daginn í hávegum í skólum og öðrum stofnunum landsins. Því miður hefur einelti örugglega alltaf fylgt okkur mannfólkinu og byggði mögulega upphaflega á þeirri miklu líffræðilegu þörf hjá okkur að tilheyra hóp þegar við vorum frumstæðari. Þá gat það verið spurning um líf eða dauða hvort allir fengu að vera hluti af hópnum, ef einhver var útilokaður úr hópnum var erfiðara fyrir hann að komast lífs af. Við höfum enn þessa miklu þörf fyrir að tilheyra þrátt fyrir að við höfum þróast mikið. Og enn eru mörg börn sem verða fyrir einelti. Hugmyndir og þekking sérfræðinga á einelti hefur þróast frá því að viðfangsefnið var fyrst rannsakað. UNESCO skilgreindi einelti nýlega á eftirfarandi hátt: Einelti er skaðlegt félagslegt atferli sem einkennist af valdaójafnvægi sem myndast vegna viðmiða sem sett eru í samfélaginu og innan stofnana þess. Það er oft endurtekið og birtist sem óæskileg mannleg hegðun og veldur líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum skaða á viðkomandi einstaklingum eða hópum. Þessi skilgreining er í samræmi við þá sem notast er við í Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Öll tilheyrum við ýmsum hópum þar sem ákveðin viðmið eru ríkjandi um hvað sé talið rétt og rangt, gott og vont, flott og glatað. Þeir sem falla ekki að þessum viðmiðum eiga það á hættu að fá ekki að tilheyra hópnum, eru útskúfaðir og hundsaðir. Þar sem við höfum þessa miklu þörf til að tilheyra hópnum gerum við oft margt til að tryggja veru okkar þar. Við samsömum okkur jafnvel hópnum og breytum á yfirborðinu til dæmis hvernig við klæðumst, hvernig tónlist við hlustum á eða hvaða tómstundir við iðkum til að vera hluti af hópnum. Þeir sem skera sig úr verða fyrir aðkasti, ýmist vegna einhvers sem hópurinn lítur á sem veikleika eða yfirburða styrkleika sem ógnar líka norminu. Enginn í hópnum þorir að standa með þeim sem er útilokaður því þeir eru hræddir um að verða refsað og útilokaðir sjálfir. Þannig mótast menning sem verður samþykkt vegna þess að enginn bregst við og hefur kjark og getu til að breyta henni. Því er mikilvægt að börn læri frá unga aldri um tilfinningar, líðan, samskipti og tjáningu. Með því að leggja strax á fyrstu æviárunum áherslu á að börn setji sér og öðrum mörk í samskiptum erum við að valdefla þau. Með því að vera sjálf góðar fyrirmyndir barnanna í samskiptum og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, kennum við börnunum víðsýni, umhyggju, samkennd og síðast en ekki síst; umburðarlyndi Barnaheill leggja áherslu á umburðarlyndi í tengslum við Dag gegn einelti með sérstökum Dögum umburðarlyndis. Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en 70 ár bent á mikilvægi þess að tileinka sér það. Í dag, hefur þörfin fyrir umburðarlyndi ekki minnkað, síður en svo. Margt hefur breyst í samfélaginu og áunnist ef litið er til baka. En þrátt fyrir miklar breytingar er ekki þar með sagt að umburðarlyndi hafi sjálfkrafa aukist á meðal fólks. Jú, það er staðreynd að auðveldara er að eiga samskipti við fólk hvaðanæva að, meðal annars með tilkomu samfélagsmiðla. Þar er í mörgum tilfellum með einföldum hætti hægt að fá innsýn í daglegt líf hvers og eins. Þessari framþróun hefur þó ekki sjálfkrafa fylgt meiri skilningur á fjölbreytileika einstaklinga, uppruna þeirra, útliti, kyni, kynhneigð, menningu, trúarbrögðum og fleira. Samfélög verða sem betur fer sífellt fjölbreyttari en samhliða því hefur því miður myndast aukið óþol gagnvart margbreytileikanum. Það hefur meðal annars birst með auknum mannréttindabrotum, ýmsum öfgum og hatursorðræðu gagnvart ákveðnum hópum fólks. Umburðarlyndi snýr ekki eingöngu að því að umbera annað fólk og sýna því einhverja aumingjagæsku vegna þess að einhver annar hefur sagt til um það. Hugtakið felur miklu meira í sér. Í námsefni Vináttu er umburðarlyndi skilgreint á eftirfarandi hátt: Að skilja mikilvægi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu. Þannig er einblínt á styrkleikana sem eru fólgnir í því að við séum mismunandi og það gerir samfélagið/bekkinn/hópinn sterkari og betri þegar allir eru metnir af eigin verðleikum. Enginn einstaklingur á að þurfa að breyta því hvernig hann er til að falla í hópinn heldur er hann samþykktur eins og hann er. Umburðarlyndi er því gríðarlega mikilvægt gildi til að skapa börnum og ungmennum öryggi til að vera þau sjálf. Sýnum hvert öðru umburðarlyndi en umberum aldrei einelti. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun