Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 23:09 Tvær bandarískar F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. EPA/DAVE NOLAN Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023
Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira