Lokað í verslunum Pennans vegna netárásar Kolbeinn Tumi Daðason, Rafn Ágúst Ragnarsson og Árni Sæberg skrifa 8. nóvember 2023 14:42 Verslun Pennans við Hallarmúla. Vísir/Vilhelm Lokað hefur verið í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson síðan í hádeginu í dag. Ástæðan mun vera netárás á fyrirtækið. Mbl.is greindi fyrst frá. Verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Kringlunni tjáði fréttastofu að skellt hefði verið í lás í hádeginu. Þá hefði starfsfólki verið sagt að loka tölvum sínum. Heimasíða Pennans liggur niðri. Í tilkynningu frá Pennanum Eymundsson segir að um netárás hafi verið að ræða. Það kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar vinni að því að greina og meta umfang árásarinnar og að nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggja fyrir. Þessi skilaboð bíða þeirra sem heimsækja verslun Pennans í Hallarmúla.Vísir/Vilhelm Útgáfuhóf sem áætluð séu í verslunum Pennans Eymundsson í Austurstræti og Skólavörðustíg verði haldin samkvæmt áætlun. Annars verði verslanir Pennans lokaðar það sem eftir er dags. Bregðast rétt við Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir að Pennin hafi tilkynnt stofnuninni um netárásina en að netöryggi Pennans heyri ekki undir hana. Hann segi þó gott að Penninn hafi látið vita og að hann telji fyrirtækið vera að bregðast rétt við í samstarfi við fagaðila á einkamarkaði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS Þá segir Guðmundur Arnar að engar frekari tilkynningar um netárásir hafi borist í dag en nokkuð hafi borið á slíkum tilkynningum undanfarnar vikur. Þá hafi algengast aðferð netþrjóta verið að senda starfsmönnum tölvupósta og reyna að fá þá til þess að opna hlekki eða að brjótast inn í gegnum svokallað VPN-kerfi. Hann viti þó ekkert um það hvers kyns árás var framin á kerfi Pennans í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Netöryggi Netglæpir Verslun Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá. Verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Kringlunni tjáði fréttastofu að skellt hefði verið í lás í hádeginu. Þá hefði starfsfólki verið sagt að loka tölvum sínum. Heimasíða Pennans liggur niðri. Í tilkynningu frá Pennanum Eymundsson segir að um netárás hafi verið að ræða. Það kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar vinni að því að greina og meta umfang árásarinnar og að nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggja fyrir. Þessi skilaboð bíða þeirra sem heimsækja verslun Pennans í Hallarmúla.Vísir/Vilhelm Útgáfuhóf sem áætluð séu í verslunum Pennans Eymundsson í Austurstræti og Skólavörðustíg verði haldin samkvæmt áætlun. Annars verði verslanir Pennans lokaðar það sem eftir er dags. Bregðast rétt við Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir að Pennin hafi tilkynnt stofnuninni um netárásina en að netöryggi Pennans heyri ekki undir hana. Hann segi þó gott að Penninn hafi látið vita og að hann telji fyrirtækið vera að bregðast rétt við í samstarfi við fagaðila á einkamarkaði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS Þá segir Guðmundur Arnar að engar frekari tilkynningar um netárásir hafi borist í dag en nokkuð hafi borið á slíkum tilkynningum undanfarnar vikur. Þá hafi algengast aðferð netþrjóta verið að senda starfsmönnum tölvupósta og reyna að fá þá til þess að opna hlekki eða að brjótast inn í gegnum svokallað VPN-kerfi. Hann viti þó ekkert um það hvers kyns árás var framin á kerfi Pennans í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Netöryggi Netglæpir Verslun Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira