Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 16:12 Árbæjarsafn í samnefndum borgarhluta er vinsæll áfangastaður til að kynnast sögu lands og þjóðar. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni. Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni.
Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51
Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“