Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 16:12 Árbæjarsafn í samnefndum borgarhluta er vinsæll áfangastaður til að kynnast sögu lands og þjóðar. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni. Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni.
Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51
Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59