Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 10:17 Veiga segir marga Vestfirðinga hafa hrósað sér persónulega en veigri sér við því opinberlega að lýsa yfir andstöðu við fiskeldi. Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“ Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“
Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira