Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 10:17 Veiga segir marga Vestfirðinga hafa hrósað sér persónulega en veigri sér við því opinberlega að lýsa yfir andstöðu við fiskeldi. Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“ Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veiga, sem sjálf ólst upp á Ísafirði, tók myndir þann 27. október síðastliðinn af lúsugum löxum í kvíum Arctic Fish í Tálknafirði og sagði við fréttastofu í kjölfarið að hún hefði ekki trúað eigin augum, svo margir fiskar væru í slæmu standi. Fær mikinn skít á kommentakerfum Færðu bágt fyrir þetta? „Fólk sem hefur heilsað mér í gegnum tíðina sér mig ekki lengur. Það horfir framhjá mér þegar það sér mig út á götu, ég fæ mikinn skít á kommentakerfunum,“ segir Veiga um viðbrögðin í kjölfar myndbirtinganna. „Þá er ég yfirleitt kölluð hann/hún/það eða einhver vera sem ég veit ekki hvað er. En ég fæ líka mikið hrós. Eins og fyrir vestan, þar eru rosalega mrgir á móti þessu, en þeir vilja ekki tjá það, þeir vilja ekki segja frá því.“ Af ótta við? „Gagnrýni. Ef að fólk er á móti þessu, þá erum við á móti Vestfjörðum og á móti atvinnuuppbyggingu. Fólk fer alltaf í þenann pakka. En fólk kemur til mín út í búð, hrósar mér og klappar mér á öxlina og þakkar mér fyrir.“ Veiga segir að hún voni að myndirnar verði til þess að viðhorfsbreyting verði meðal almennings vegna laxeldis. Hún segist merkja þær breytingar eftir myndbirtingarnar. „Það eru viðbrögðin sem ég fæ. Ég hef oft verið að ræða við kallana í pottinum í Grafarvogslauginni, þeir eru alltaf að segja mér að hætta þessari vitleysu. En svo hitti ég þá á föstudagin og þá sögðu þeir við mig: Já, ókei þetta er allt rétt sem þú ert búin að vera að segja.“ Gæti þetta verið vendipunktur? Með almenningsálitið? „Já, ég held að þetta hafi mikil áhrif á almenningsálitið. Ég gerði smá myndband á Instagram og ég hef aldrei fengið jafn mikla umferð á Instagram.“ Veiga segir að fara ætti með fiskeldi í lokuð kerfi. Þá sé hægt að hirða upp botnfallið eftir fiskinn og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af lús og eitri. Verið sé að vinna með slík kerfi í Noregi. Þú ert ekki bjartsýn á að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Nei, ég verð að viðurkenna það. Þó ég voni það.“
Fiskeldi Bítið Sjókvíaeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent