Stórefnilegur 10 ára pílukastari í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2023 20:41 Þorbjörn Óðinn Arnarsson, 10 ára pílukastari á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi með bikar og verðlaunapening fyrir pílumót, sem hann hefur unnið á síðustu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíu ára strákur í Grímsnes-og Grafningshreppi hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í pílukasti en hann hefur verið að keppa á sterkum mótum með fullorðnum og unnið andstæðinga sína með glæsibrag. Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira