Stórefnilegur 10 ára pílukastari í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2023 20:41 Þorbjörn Óðinn Arnarsson, 10 ára pílukastari á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi með bikar og verðlaunapening fyrir pílumót, sem hann hefur unnið á síðustu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíu ára strákur í Grímsnes-og Grafningshreppi hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í pílukasti en hann hefur verið að keppa á sterkum mótum með fullorðnum og unnið andstæðinga sína með glæsibrag. Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira