Stefán byrjaði leikinn á vinstri kantinum hjá Silkeborg en það var Viborg sem náði forystunni á 15. mínútu en það var Anosike Ementa sem skoraði markið. Hann bætti síðan við öðru marki á 21. mínútu og var staðan 2-0 í hálfleik.
Það leit út fyrir það að Silkeborg hafi ekki verið ætlað að skora í leiknum þar til á 90. mínútu þegar Stefán Teitur Þórðarsson skoraði og minnkaði muninn.
Nær komust Stefán Teitur og liðsfélagar hans þó ekki og lokatölur því 2-1. Eftir leikinn er Silkeborg í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig á með Viborg er í sjöunda sætinu með sextán stig.