Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2023 14:00 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands á opna fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar, sem haldin var á Selfossi í gær. Hann kom víða við í framsögu sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð“, segir formaður Bændasamtakanna, sem vandar alþingismönnum og ráðherrum ekki kveðjur sínar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar almennt eins og hann er í dag. Í máli Gunnars kom meðal annars fram að markmið búvörulaga væri til dæmis að bændur skuli ávallt tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra, sem stunda landbúnað skulu vera í sem nánasta samræmi við kjör annarra stétta. „Þannig að við segjum bara, erum við að brjóta lög á hverjum einasta degi þar sem bændur eru orðnir meira og minna í sjálfboðavinnu við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð. Og svo stendur bara að ríkisvaldinu ber að tryggja afkomu bænda og ríkisvaldinu ber að tryggja starfsskilyrði í landbúnaði. Þetta stendur í búvörusamningum, sem að matvælaráðherra skrifaði undir og fjármálaráðherra. Og þá segir maður bara, hvernig ætlum við að standa undir því að samningar, sem búið er að skrifa undir uppfylli þessi skilyrði þannig að bændur geti lifað sómasamlegu lífi,“ sagði Gunnar á fundinum. Gunnar sagði á fundinum að bændur væru að vinna meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga á búum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er staða íslensks landbúnaðar í dag? „Það er bara mjög erfitt mjög víða. Það er alveg sama um hvaða grein við erum að tala, sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur eða garðyrkja, alls staðar,“ segir Gunnar. Er fjöldi gjaldþrota fram undan? „Já, ég hef áhyggjur af því ef ekkert verður brugðist við, þá verður það sennilega raunin, því miður.“ Og Gunnar vandaði ekki alþingismönnum og ráðherrum kveðjur sínar á fundinum og sagði stéttina hafa lítinn sem engan áhuga á íslenskum landbúnaði þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum. Finnst þér stjórnvöld vera áhugalítil? „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár. Nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn allt í einu, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta fyrr," segir Gunnar. Árborg Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kjaramál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar almennt eins og hann er í dag. Í máli Gunnars kom meðal annars fram að markmið búvörulaga væri til dæmis að bændur skuli ávallt tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra, sem stunda landbúnað skulu vera í sem nánasta samræmi við kjör annarra stétta. „Þannig að við segjum bara, erum við að brjóta lög á hverjum einasta degi þar sem bændur eru orðnir meira og minna í sjálfboðavinnu við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð. Og svo stendur bara að ríkisvaldinu ber að tryggja afkomu bænda og ríkisvaldinu ber að tryggja starfsskilyrði í landbúnaði. Þetta stendur í búvörusamningum, sem að matvælaráðherra skrifaði undir og fjármálaráðherra. Og þá segir maður bara, hvernig ætlum við að standa undir því að samningar, sem búið er að skrifa undir uppfylli þessi skilyrði þannig að bændur geti lifað sómasamlegu lífi,“ sagði Gunnar á fundinum. Gunnar sagði á fundinum að bændur væru að vinna meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga á búum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er staða íslensks landbúnaðar í dag? „Það er bara mjög erfitt mjög víða. Það er alveg sama um hvaða grein við erum að tala, sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur eða garðyrkja, alls staðar,“ segir Gunnar. Er fjöldi gjaldþrota fram undan? „Já, ég hef áhyggjur af því ef ekkert verður brugðist við, þá verður það sennilega raunin, því miður.“ Og Gunnar vandaði ekki alþingismönnum og ráðherrum kveðjur sínar á fundinum og sagði stéttina hafa lítinn sem engan áhuga á íslenskum landbúnaði þrátt fyrir fögur orð á hátíðarstundum. Finnst þér stjórnvöld vera áhugalítil? „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár. Nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn allt í einu, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta fyrr," segir Gunnar.
Árborg Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kjaramál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira