„Eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2023 08:01 Viktor Gísli Hallgrímsson var sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í gær. Vísir/Hulda Margrét „39 mörk, það er allt í lagi,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir öruggan 39-24 sigur gegn Færeyjum í vináttulandsleik í gær. „Þetta var bara mjög gaman. Gaman að spila í dag og þetta var skemmtilegur handbolti sem við vorum að spila,“ bætti Viktor við. Sjálfur átti Viktor góðan leik og varði tuttugu skot í íslenska markinu, sem gerir 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann segir gott samstarf með vörninni vera lykilinn að sinni góðu frammistöðu. „Klárlega. Ég er með mjög gott samband við miðjublokkina, Arnar, Ými, Elliða og Arnar. Við vinnum þetta bara svolítið saman og það er ekkert mikið af einhverjum klikkuðum áherslum frá þjálfurunum nema bara að keyra boltann aftur í leik þegar við fáum mark á okkur. Við erum bara svolítið að fá að spila okkar leik.“ Íslenska liðið skoraði hátt í tuttugu mörk úr hraðaupphlaupum í leik gærkvöldsins og segir Viktor að það sé það sem koma skal hjá liðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar, sem stýrði sínum fyrsta landsleik í gær. „Ég held að það sé planið. Þetta er svolítið nútímahandboltinn og við verðum að aðlaga okkur að því. Það er gaman að spila svona.“ „Frakkar eru kannski með besta landslið í heimi og þeir eru að spila svona þannig við erum kannski bara að herma eftir þeim,“ sagði Viktor léttur. „Við erum bara að spila hratt og spila skemmtilegan handbolta.“ Þá segist hann eiga von á meira af því sama í dag þegar Ísland og Færeyjar mætast aftur í Laugardalshöllinni. „Bara meira af því sama. Við megum ekkert slaka á í byrjun og við þurfum bara að koma okkur strax í gang og keyra hraðann upp.“ Hann segist einnig vera virkilega sáttur með það að liðið hafi haldið fætinum á bensíngjöfinni allan tíman þrátt fyrir að sigurinn hafi í rauninni verið kominn snemma í höfn í gær. „Það er bara ekki annað í boði. Það er það eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því. Ef við fáum svona mikið frelsi til að spila okkar leik þá verðum við bara að halda áfram að keyra, keyra keyra. Það er það sem þjálfarinn vill og við gerum það bara. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Þetta var bara mjög gaman. Gaman að spila í dag og þetta var skemmtilegur handbolti sem við vorum að spila,“ bætti Viktor við. Sjálfur átti Viktor góðan leik og varði tuttugu skot í íslenska markinu, sem gerir 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann segir gott samstarf með vörninni vera lykilinn að sinni góðu frammistöðu. „Klárlega. Ég er með mjög gott samband við miðjublokkina, Arnar, Ými, Elliða og Arnar. Við vinnum þetta bara svolítið saman og það er ekkert mikið af einhverjum klikkuðum áherslum frá þjálfurunum nema bara að keyra boltann aftur í leik þegar við fáum mark á okkur. Við erum bara svolítið að fá að spila okkar leik.“ Íslenska liðið skoraði hátt í tuttugu mörk úr hraðaupphlaupum í leik gærkvöldsins og segir Viktor að það sé það sem koma skal hjá liðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar, sem stýrði sínum fyrsta landsleik í gær. „Ég held að það sé planið. Þetta er svolítið nútímahandboltinn og við verðum að aðlaga okkur að því. Það er gaman að spila svona.“ „Frakkar eru kannski með besta landslið í heimi og þeir eru að spila svona þannig við erum kannski bara að herma eftir þeim,“ sagði Viktor léttur. „Við erum bara að spila hratt og spila skemmtilegan handbolta.“ Þá segist hann eiga von á meira af því sama í dag þegar Ísland og Færeyjar mætast aftur í Laugardalshöllinni. „Bara meira af því sama. Við megum ekkert slaka á í byrjun og við þurfum bara að koma okkur strax í gang og keyra hraðann upp.“ Hann segist einnig vera virkilega sáttur með það að liðið hafi haldið fætinum á bensíngjöfinni allan tíman þrátt fyrir að sigurinn hafi í rauninni verið kominn snemma í höfn í gær. „Það er bara ekki annað í boði. Það er það eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því. Ef við fáum svona mikið frelsi til að spila okkar leik þá verðum við bara að halda áfram að keyra, keyra keyra. Það er það sem þjálfarinn vill og við gerum það bara.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30