Séra Friðrik situr sem fastast og fylgist með í Lækjargötu Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2023 15:06 Enn situr Séra Friðrik við Lækjargötu og fylgist með mannlífinu. Hvað um hann verður mun ráðast eftir viku. vísir/vilhelm Borgarráð hefur verið upptekin við að ræða fjárhagsáætlun og kom því ekki við að ræða „Stóra styttumálið“ á fundi ráðsins í gær. Umræða um tillögu þess að styttan verði fjarlægð frestast því um viku. Stytta Sigurjóns Ólafssonar af Séra Friðrik Friðrikssyni og litlum dreng sem stendur honum við hlið, er enn í Lækjargötu en það gæti þó brugðið til beggja átta með hversu lengi hann fær að sitja þar. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur segir í nýrri bók um Séra Friðrik að hann hafi verið gagntekinn af ungum piltum og að hrifning hans hafi verið abnormal. Áttræður maður gaf sig fram og greindi höfundi frá því að hann hafi mátt þola kjass og þukl innan klæða af hálfu æskulýðsfrömuðarins. Seinna hafa fleiri gefið sig fram og greindi Drífa Snædal, talskona Stígamóta, frá því að þeir væru í fleirtölu sem hafi leitað til Stígamóta vegna ástleitni Séra Friðriks. Drumbur óþekki strákur Í ljósi þessara nýju upplýsinga þótti mörgum stytta Sigurjóns af þessari æskulýðshetju, sem hefur verið dýrkaður af bæði KFUM og Valsmönnum en hann er stofnandi félagsins, nú orðin tákn um vegsömun óeðlis. Máliðo reyndist áfall fyrir margan Valsarann en kjörorð félagsins eru úr bókum Séra Friðriks: Látið ekki kappið bera fegurðina yfirliði.vísir/vilhelm Við hlið Séra Friðriks stendur drengur en fyrirmynd hans er stytta. Á síðunni skrifhus.is, sem er síða Guðmundar Magnússonar, er greint frá viðtali sem Séra Friðrik veitti Morgunblaðinu nýræður: „Sko, þarna á ég strák, sagði hann, og benti á myndina. Tove Ólafsson tálgaði hana og gaf mér. Mér þykir ákaflega vænt um hana. Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hræddur um, að ég muni skella hann á rassinn. Sjáðu, hvar hann heldur hendinni, við öllu búinn!“ Styttan af Drumbi er enn til og má hana finna í Friðriksstofu, húsakynnum KFUM við Holtaveg. Drumbur er kviknakinn en Sigurjón Ólafsson klæddi drenginn í stuttubuxur þegar hann gerði styttuna en Tove sem tálgaði Drumb var eiginkona Sigurjóns. Séra Friðrik situr fyrir meðan Sigurjón vinnur að styttunni. Með honum á myndinni er Drumbur, óþekki strákurinn kviknakinn en listamaðurinn klæddi hann í stuttbuxur þegar hann fullgerði styttuna.skrifhus „Þess má geta að í persónulegu myndasafni séra Friðriks eru nokkrar ljósmyndir af allsberum drengjum. Þær eru líklega teknar í sumarbúðum KFUM í Danmörku. Mér er sagt að sams konar myndir séu í ljósmyndasafni Vatnaskógar frá upphafsárum starfseminnar þar. Það er svo annar handleggur hvaða ályktanir má af þessu draga. Kannski áttu drengirnir engin sundföt, sagði vænn maður í KFUM við mig, þegar þetta kom til umræðu við ritun bókarinnar,“ segir á skrifhúsi Guðmundar. Vilja styttuna niður og í burtu Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hafði boðað að hún hyggðist leggja fram tillögu í borgarráði þess efnis að styttan „Séra Friðrik og drengurinn“ yrði fjarlægð eða færð í það minnsta. Ýmsir borgarfulltrúar hafa gefið það út að þeim hafi verið brugðið í ljósi nýjustu tíðinda. Vísir heyrði í Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni í gær, meðan fundur borgarstjórnar stóð yfir, en hún sagði að ekki hefði verið hægt að ræða hvað yrði um styttuna, verið væri að ræða fjárhagsáætlun borgarinnar og þar væri af nægu að taka. Umræða um styttuna um Séra Friðrik frestast því um viku. Óvíst er því hvað verður um styttuna, hvort hún verði áfram í Lækjargötu þar sem hún hefur verið eða hvort borgarfulltrúar stökkva til og láta fjarlægja æskulýðsfrömuðinn af stalli sínum. Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Reykjavík Mál séra Friðriks Friðrikssonar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Stytta Sigurjóns Ólafssonar af Séra Friðrik Friðrikssyni og litlum dreng sem stendur honum við hlið, er enn í Lækjargötu en það gæti þó brugðið til beggja átta með hversu lengi hann fær að sitja þar. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur segir í nýrri bók um Séra Friðrik að hann hafi verið gagntekinn af ungum piltum og að hrifning hans hafi verið abnormal. Áttræður maður gaf sig fram og greindi höfundi frá því að hann hafi mátt þola kjass og þukl innan klæða af hálfu æskulýðsfrömuðarins. Seinna hafa fleiri gefið sig fram og greindi Drífa Snædal, talskona Stígamóta, frá því að þeir væru í fleirtölu sem hafi leitað til Stígamóta vegna ástleitni Séra Friðriks. Drumbur óþekki strákur Í ljósi þessara nýju upplýsinga þótti mörgum stytta Sigurjóns af þessari æskulýðshetju, sem hefur verið dýrkaður af bæði KFUM og Valsmönnum en hann er stofnandi félagsins, nú orðin tákn um vegsömun óeðlis. Máliðo reyndist áfall fyrir margan Valsarann en kjörorð félagsins eru úr bókum Séra Friðriks: Látið ekki kappið bera fegurðina yfirliði.vísir/vilhelm Við hlið Séra Friðriks stendur drengur en fyrirmynd hans er stytta. Á síðunni skrifhus.is, sem er síða Guðmundar Magnússonar, er greint frá viðtali sem Séra Friðrik veitti Morgunblaðinu nýræður: „Sko, þarna á ég strák, sagði hann, og benti á myndina. Tove Ólafsson tálgaði hana og gaf mér. Mér þykir ákaflega vænt um hana. Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hræddur um, að ég muni skella hann á rassinn. Sjáðu, hvar hann heldur hendinni, við öllu búinn!“ Styttan af Drumbi er enn til og má hana finna í Friðriksstofu, húsakynnum KFUM við Holtaveg. Drumbur er kviknakinn en Sigurjón Ólafsson klæddi drenginn í stuttubuxur þegar hann gerði styttuna en Tove sem tálgaði Drumb var eiginkona Sigurjóns. Séra Friðrik situr fyrir meðan Sigurjón vinnur að styttunni. Með honum á myndinni er Drumbur, óþekki strákurinn kviknakinn en listamaðurinn klæddi hann í stuttbuxur þegar hann fullgerði styttuna.skrifhus „Þess má geta að í persónulegu myndasafni séra Friðriks eru nokkrar ljósmyndir af allsberum drengjum. Þær eru líklega teknar í sumarbúðum KFUM í Danmörku. Mér er sagt að sams konar myndir séu í ljósmyndasafni Vatnaskógar frá upphafsárum starfseminnar þar. Það er svo annar handleggur hvaða ályktanir má af þessu draga. Kannski áttu drengirnir engin sundföt, sagði vænn maður í KFUM við mig, þegar þetta kom til umræðu við ritun bókarinnar,“ segir á skrifhúsi Guðmundar. Vilja styttuna niður og í burtu Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hafði boðað að hún hyggðist leggja fram tillögu í borgarráði þess efnis að styttan „Séra Friðrik og drengurinn“ yrði fjarlægð eða færð í það minnsta. Ýmsir borgarfulltrúar hafa gefið það út að þeim hafi verið brugðið í ljósi nýjustu tíðinda. Vísir heyrði í Hildi Björnsdóttur, leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni í gær, meðan fundur borgarstjórnar stóð yfir, en hún sagði að ekki hefði verið hægt að ræða hvað yrði um styttuna, verið væri að ræða fjárhagsáætlun borgarinnar og þar væri af nægu að taka. Umræða um styttuna um Séra Friðrik frestast því um viku. Óvíst er því hvað verður um styttuna, hvort hún verði áfram í Lækjargötu þar sem hún hefur verið eða hvort borgarfulltrúar stökkva til og láta fjarlægja æskulýðsfrömuðinn af stalli sínum.
Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Reykjavík Mál séra Friðriks Friðrikssonar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira