Skoðun

Í guðanna bænum hættum að gengis­fella hug­tök!

Davíð Bergmann skrifar

Af hverju köllum við ekki hlutina réttum nöfnum í dag? Eins og það að rafbyssuvæða fyrir lögguna og stunda njósnir. Lengi vel var það kallað forvirkar rannsóknar heimildir en nú er komið nýtt orðskrípi yfir þetta tvennt og þetta er kallað afbrotaforvarnir. Við eigum góð orð yfir þetta á íslensku, annars vegar njósnir og hitt er vopnvæðing.

Hvernig stendur á þessu af hverju eru hlutirnir settir í þennan búning? Er það svo þetta líti betur út gagnvart almenningi út á við eða til að villa fyrir, hver er tilgangurinn eiginlega að gera þetta?

Eigum við ekki bara að tala mannamál og hætta að fegra hlutina og koma inn í raunheim, það er ekkert að því að stunda njósnir ef það er gert með réttum formerkjum og vopnvæða lögregluna miðað við hver veruleikinn er í dag því það líður varla sú vika öðruvísi en einhver er beitur alvarlegu ofbeldi, hnífstungur, mannrán eða skotárásir.

Vissulega mun rafbyssan hafa fælingarmátt en hún á ekkert skylt við hugtakið afbrotaforvarnir í þeim skilningi eins og ég skil orðið forvarnir og ég hef unnið við þær í 30 ár á næsta ári.

Mér er annt um orðið afbrotaforvarnir og það orð á ekki að misnota það í mínum huga og það á ekkert skylt við vopnvæðingu eða njósnir. Miklu frekar á þetta hugtak við fræðslu og tilsjón. Mér sýnist okkur ekki veita af því að leiðbeina ungum mönnum í dag að fótað sig í lífinu miðað allt og við ættum að dæla peningum í menntakerfið og styrkja það til muna og sér í lagi í verknámið.

Stjórnmálamenn í guðanna bænum ekki gengisfella hugtakið afbrotaforvarnir og sér í lagi þegar við erum svona léleg í því að sinna afbrotaforvörnum í dag, þá höfum við enga veginn efn á því, köllum hlutina réttum nöfnum.

Höfundur er ráðgjafi.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×