Davíð loksins á Bessastaði eftir langa bið Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2023 11:53 Davíð fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands og eftir því sem Vísir kemst næst fór ágætlega á með þeim Guðna við þetta tækifæri sem var að fagna því að Morgunblaðið er nú 110 ára gamalt. forseti íslands Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira