Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. nóvember 2023 11:50 Blóðslettur voru enn sýnilegar í anddyri fjölbýlishússins við Silfratjörn eftir hádegið í gær. Vísir/Vilhelm Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29
Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47
Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27