Tilgangur tilgangslausra athafna Pétur Henry Petersen skrifar 3. nóvember 2023 10:31 Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Upplýsingatækni Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig. Myndskeið í þættinum vísa í kennslu millistríðsáranna – allir steyptir í sama mót að læra ártöl. Í nútímanum, tilgangslaus leit nemenda að svörum sem nú þegar eru þekkt og farsíminn getur fundið fljótt (hve oft skildi Ross í Friends? hver er höfuðborg Kanada?)! Taka saman þekkingu í verkefni sem gervigreind getur allt eins gert á svipstundu (afhverju komst Hitler til valda? er dauði Matthew Perry dauði sakleysinsins?)! Í þættinum er dreginn upp hryllileg mynd af skólakerfinu – framleiðsla á vélmennum, fókuseruðum á utanbókarlærdóm. En endurspeglar þátturinn í raun starf í skólum í dag? Svo er ekki og spyrja má – eru þetta eðlileg efnistök eða setur Kveik niður við slíka aðför að kennurum nútímans og því starfi sem unnið er í skólum núna? Hefði gervigreind getað útbúið betri þátt? Er rétt að nálgast mikilvægt mál á þennan hátt? Spurningin sjálf er gild, hvað þýða þessar breytingar í tækni fyrir skólahald og hugmyndir okkar um menntun? Ég held að þeir sem telja að menntun snúist fyrst og fremst um að læra hluti utanað eða leysa vandamál sem aldrei hafa verið leyst áður, séu á villugötum. Að sjálfsögðu er viss þekking forsenda þess að geta tekið þátt í almennum samræðum (t.d. vita hvað millistríðsárin eru, hvaða stríð um ræðir, hver Ross Geller er) eða getað aflað sér frekari upplýsinga, en almennt eru skólar að leita eftir að byggja upp ákveðna hæfni. Hæfni til að afla sér upplýsinga, eiga í samskiptum, vinna með upplýsingar, nota önnur tungumál en manns eigið, bregðast rétt við ákveðnum aðstæðum, skilja aðra. Er takmarkið kannski að skilja heiminn eða fikra sig í þá átt? Vera þegn í samfélaginu? Þokkalega þenkjandi hjól atvinnulífsins? Geta valið milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Tölvur geta örugglega hafnað verðtryggðum lánum, ef spurðar. En, verðum við ekki að geta lagt eigið mat á svarið? Gefur gervigreind í Rússlandi góð svör við pólitískum spurningum? Við vitum að tölvur geta flestallt betur en við (já, líka skapað og að eiga í fjölbreyttum samskiptum). Það dregur ekki úr möguleikum þess að menntast eða auka hæfni, heldur eykur þá. Það afl þarf að virkja af skynsemi. Það er verkefnið og það er brýnt. Til að komast frá stað A til staðar B, er hægt að keyra bíl. Með því móti kemst maður tiltölulega hratt á milli. Þrátt fyrir það fer fólk út að hlaupa og hleypur jafnvel í hringi (frá A til A) eða á staðnum! Afhverju keyrði það ekki bara, eða sleppti því að fara? Jú, vegna þess að það er innri tilgangur í gjörningnum og líkami hlauparans er ekki sá sami að hlaupi loknu og þegar hann hljóp af stað. Það er tilgangslaust að fara út að hlaupa á bílnum. Jafn slæmt og að gera ekki neitt! Sama má segja um heilann og menntun. Ef takmarkið er að leysa vandamál/finna upplýsingar (Ross skildi þrisvar!), þá er um að gera að nota nýjustu tækni – ef takmarkið er að auka hæfni og jafnvel skilja lausnina sem tæknin kemur með – þá þarf að reima á sig skónna og gera hluti sem utanfrá líta út fyrir að vera gagnslitlir, en eru allt annað en. Höfundur er áhugamaður um nám og kennslu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun