Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2023 20:09 Hópur fólks, sem stundar brimbrettaíþróttina mætti í Ráðhús Ölfus síðdegis til að mótmæla vinnubrögðum meirihlutans í bæjarstjórn vegna landfyllingar og stækkun hafnarinnar, sem þau segja að skemmi alla aðstöðu fyrir íþróttina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. Fundur bæjarstjórnar hófst klukkan 16:30 en fyrst var haldin fundur fyrir luktum dyrum með stjórn Brimbrettafélags Íslands. Um leið og fundurinn hófst formlega klukkan 16.30 var forseta bæjarstjórnar afhentur undirskriftalisti með 11.320 nöfnum þar sem því er mótmælt að aldan við Hafnarnesvita verði eyðilögð með landfyllingu vegna stækkunar hafnarinnar. Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar tók á móti mótmælalistanum frá Davíð Inga (t.h.) frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona innilega að það verði hlustað á okkur. Árið er 2023, þetta er lýðræði, við þurfum að tala saman, við þurfum að taka ákvarðanir, sem byggjast á staðreyndum og staðreyndin er að þessi landfylling er ekki besta lausnin fyrir bæjarfélagið og fyrir brimbrettafélagið,” segir Davíð Ingi Bustion, sem situr í stjórn Brimbrettafélags Íslands. Davíð Ingi Bustion frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í minnihlutanum er líka mjög ósáttur við stöðu málsins og hvernig meirihlutinn virðist ætla að hunsa óskir þeirra, sem stunda brimbretti á Íslandi við Þorlákshöfn, en um er að ræða 550 manna hóp, sem fer ört stækkandi. „Mér finnst þetta bara algjört klúður, ég verð bara að vera algjörlega hreinskilin með það,” segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi. Hvar er hamingjan í Þorlákshöfn núna? „Hún er mjög víða en kannski ekki akkúrat inn í bæjarstjórninni í dag,” segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í ÖlfusiMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir bæjarstjóri Ölfuss, er allt í fári í sveitarfélaginu vegna einnar öldu? „Þetta er bara eitt af þeim mörgum málum þar, sem ólík sjónarmið togast á og mikilvægt að kjörnir fulltrúar fái frið til að fara með málið af bestu vitund,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. En þú sjálfur, hefur þú farið á brimbretti? „Nei, aldrei nokkurn tímann.” Heldur þú að þú eigir eftir að gera það? „Það kæmi mér á óvart að maður á háum aldrei eins og ég er og með öll þessi gráu hár færi að taka upp á því.” Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skilaboðin voru skýr frá þeim sem vilja vernda brimbrettasvæðið við Hafnarnes í Þorlákshöfn. „Björgum öldunni.” Mótmælaspjald á lofti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Fundur bæjarstjórnar hófst klukkan 16:30 en fyrst var haldin fundur fyrir luktum dyrum með stjórn Brimbrettafélags Íslands. Um leið og fundurinn hófst formlega klukkan 16.30 var forseta bæjarstjórnar afhentur undirskriftalisti með 11.320 nöfnum þar sem því er mótmælt að aldan við Hafnarnesvita verði eyðilögð með landfyllingu vegna stækkunar hafnarinnar. Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar tók á móti mótmælalistanum frá Davíð Inga (t.h.) frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona innilega að það verði hlustað á okkur. Árið er 2023, þetta er lýðræði, við þurfum að tala saman, við þurfum að taka ákvarðanir, sem byggjast á staðreyndum og staðreyndin er að þessi landfylling er ekki besta lausnin fyrir bæjarfélagið og fyrir brimbrettafélagið,” segir Davíð Ingi Bustion, sem situr í stjórn Brimbrettafélags Íslands. Davíð Ingi Bustion frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í minnihlutanum er líka mjög ósáttur við stöðu málsins og hvernig meirihlutinn virðist ætla að hunsa óskir þeirra, sem stunda brimbretti á Íslandi við Þorlákshöfn, en um er að ræða 550 manna hóp, sem fer ört stækkandi. „Mér finnst þetta bara algjört klúður, ég verð bara að vera algjörlega hreinskilin með það,” segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi. Hvar er hamingjan í Þorlákshöfn núna? „Hún er mjög víða en kannski ekki akkúrat inn í bæjarstjórninni í dag,” segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í ÖlfusiMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir bæjarstjóri Ölfuss, er allt í fári í sveitarfélaginu vegna einnar öldu? „Þetta er bara eitt af þeim mörgum málum þar, sem ólík sjónarmið togast á og mikilvægt að kjörnir fulltrúar fái frið til að fara með málið af bestu vitund,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. En þú sjálfur, hefur þú farið á brimbretti? „Nei, aldrei nokkurn tímann.” Heldur þú að þú eigir eftir að gera það? „Það kæmi mér á óvart að maður á háum aldrei eins og ég er og með öll þessi gráu hár færi að taka upp á því.” Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skilaboðin voru skýr frá þeim sem vilja vernda brimbrettasvæðið við Hafnarnes í Þorlákshöfn. „Björgum öldunni.” Mótmælaspjald á lofti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira