„Sérstakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 09:31 Íslenska landsliðskonan í körfubolta, Dagný Lísa Davíðsdóttir, hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli undanfarið tæpt ár Vísir/Arnar Halldórsson Dagný Lísa Davíðsdóttir var árið 2022 valin besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta og var hún á sama tíma reglulegur hluti af íslenska landsliðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfuboltavellinum og óvíst er hvenær hún snýr aftur. „Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“ Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Sjá meira
„Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“
Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Sjá meira