„Sérstakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 09:31 Íslenska landsliðskonan í körfubolta, Dagný Lísa Davíðsdóttir, hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli undanfarið tæpt ár Vísir/Arnar Halldórsson Dagný Lísa Davíðsdóttir var árið 2022 valin besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta og var hún á sama tíma reglulegur hluti af íslenska landsliðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfuboltavellinum og óvíst er hvenær hún snýr aftur. „Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“ Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira
„Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“
Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira