„Sérstakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 09:31 Íslenska landsliðskonan í körfubolta, Dagný Lísa Davíðsdóttir, hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli undanfarið tæpt ár Vísir/Arnar Halldórsson Dagný Lísa Davíðsdóttir var árið 2022 valin besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta og var hún á sama tíma reglulegur hluti af íslenska landsliðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfuboltavellinum og óvíst er hvenær hún snýr aftur. „Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“ Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
„Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“
Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti