Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2023 13:49 Rúða brotnaði í nærliggjandi fjölbýlishúsi við byssuskot sem fór í rúðuna. Vísir/Berghildur Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. Lögregla leitar nú logandi ljósi að fólki sem tengist skotárásinni, þar á meðal þeim sem hæfði mann og slasaði alvarlega. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukið viðbragð hjá lögreglu til að tryggja öryggi almennings á höfðuborgarsvæðinu. Nokkrum byssuskotum var hleypt af á fimmta tímanum í nótt og voru lætin svo mikil að börn vöknuðu og voru skelkuð. Eitt skotið hafnaði í rúðu á íbúð fólks í nálægu íbúðahúsi. Búið er að setja plötu í stað rúðunnar sem brotnaði. Íbúarnir þar tengjast málinu ekki með neinum hætti. Þar býr margra barna fjölskylda. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur Sá sem slasaðist var fluttur á Landspítalann. Hann er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Flestar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu við Silfratjörn 2 eru í eigu Félagsbústaða og íbúðafélagsins Bjargs. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða. Taldi barn sitt hafa fengið martröð Íbúi í húsinu hefur orðið var við mikið partýstand og óreglu í íbúð á 3. hæð hússins. Hann vildi ekki koma fram undir nafni til að gæta öryggis síns og barna. Hann telur að þar sé ungt fólk, allt niður í sautján til átján ára, á ferðinni. Dóttir hans vaknaði við byssuhvellinn í nótt og hefur fjölskyldan áhyggjur af öryggi sínu eftir atburði næturinnar. Sömu sögu er að segja af móður í húsinu sem fréttastofa ræddi við í morgun. Barn hennar vaknaði við lætin í nótt og vakti foreldra sína. Lýsingar barnsins voru þannig að foreldrarnir héldu í fyrstu að barnið hefði vaknað sökum martraðar. Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum tveggja hópa. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Lögregla horfir til tímans frá því á miðnætti í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Lögreglan þiggur allar ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. Fram kom í tölvupósti til starfsfólks Dalskóla í hverfinu í morgun að mörg börn hefðu vaknað upp við skothvell og séð sjúkrabíla, lögreglubíla og blóð á vettvangi. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að íbúðin væri í eigu Bjargs, ekki Félagsbústaða. Reykjavík Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Lögregla leitar nú logandi ljósi að fólki sem tengist skotárásinni, þar á meðal þeim sem hæfði mann og slasaði alvarlega. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukið viðbragð hjá lögreglu til að tryggja öryggi almennings á höfðuborgarsvæðinu. Nokkrum byssuskotum var hleypt af á fimmta tímanum í nótt og voru lætin svo mikil að börn vöknuðu og voru skelkuð. Eitt skotið hafnaði í rúðu á íbúð fólks í nálægu íbúðahúsi. Búið er að setja plötu í stað rúðunnar sem brotnaði. Íbúarnir þar tengjast málinu ekki með neinum hætti. Þar býr margra barna fjölskylda. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur Sá sem slasaðist var fluttur á Landspítalann. Hann er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Flestar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu við Silfratjörn 2 eru í eigu Félagsbústaða og íbúðafélagsins Bjargs. Umrædd íbúð er í eigu Félagsbústaða. Taldi barn sitt hafa fengið martröð Íbúi í húsinu hefur orðið var við mikið partýstand og óreglu í íbúð á 3. hæð hússins. Hann vildi ekki koma fram undir nafni til að gæta öryggis síns og barna. Hann telur að þar sé ungt fólk, allt niður í sautján til átján ára, á ferðinni. Dóttir hans vaknaði við byssuhvellinn í nótt og hefur fjölskyldan áhyggjur af öryggi sínu eftir atburði næturinnar. Sömu sögu er að segja af móður í húsinu sem fréttastofa ræddi við í morgun. Barn hennar vaknaði við lætin í nótt og vakti foreldra sína. Lýsingar barnsins voru þannig að foreldrarnir héldu í fyrstu að barnið hefði vaknað sökum martraðar. Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum tveggja hópa. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Lögregla horfir til tímans frá því á miðnætti í gærkvöldi og til klukkan sjö í morgun. Lögreglan þiggur allar ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. Fram kom í tölvupósti til starfsfólks Dalskóla í hverfinu í morgun að mörg börn hefðu vaknað upp við skothvell og séð sjúkrabíla, lögreglubíla og blóð á vettvangi. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að íbúðin væri í eigu Bjargs, ekki Félagsbústaða.
Reykjavík Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31
Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42
Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28