„Geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 13:58 Bjarki Már Elísson segist vera kominn á gott ról eftir meiðsli. vísir/sigurjón Bjarki Már Elísson er kominn aftur á ferðina eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann hlakkar til fyrstu leikjanna undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. „Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
„Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira