„Geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 13:58 Bjarki Már Elísson segist vera kominn á gott ról eftir meiðsli. vísir/sigurjón Bjarki Már Elísson er kominn aftur á ferðina eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann hlakkar til fyrstu leikjanna undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. „Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
„Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira