FAST forvarnir bjarga lífi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun