Alexander á leið í grill til Arons Einars þegar hann lendir í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Alexander Petersson og Aron Einar Gunnarsson hafa báðir gefið íslensku landsliðunum í handbolta og fótbolta mikið. Samsett/Diego&Hulda Margrét Handboltamaðurinn Alexander Petersson leikur næsta mánuðinn með Al Arabi í Katar en Valsmenn hafa lánað leikmanninn út nóvember. Hann er líka í stóra hóp íslenska landsliðsins fyrir EM í Þýskalandi í janúar. Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander. Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander.
Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni