Sýndi áhorfendum fingurinn eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 23:32 Medvedev var ekki sáttur með baul áhorfenda á meðan á leik stóð og kvartaði í dómara leiksins. Vísir/Getty Rússinn Daniil Medvedev er einn af sterkustu tennisleikurum heims. Í gær sýndi hann áhorfendum á móti í Frakklandi dónaskap eftir að baulað hafði verið á hann. Daniil Medvedev er í þriðja sæti heimslistans en hann vann meðal annars sigur á opna bandaríska meistaramótinu árið 2021. Medvedev er búsettur í Mónakó og talar reiprennandi frönsku. Það kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur á móti í París bauluðu duglega á Rússann í gær. Í öðru setti byrjuðu áhorfendur að hrópa nafn andstæðingsins Grigor Dimitrov frá Búlgaríu og baula hátt og snjallt á Medvedev. Medvedev var ekki sáttur og sagði við yfirdómarann að hann myndi hætta keppni ef baulið myndi halda áfram. Dimitrov fór að lokum með sigur af hólmi í leiknum. Á leið sinni til búningsherbergja sást þegar Medvedev lyfti löngutöng í átt að áhorfendum sem bauluðu duglega. Medvedev reaction after booed him in Paris-Bercy pic.twitter.com/TcNGyYBdfM— João Pinto (@joaopintoatp) November 1, 2023 „Nei nei, ég var bara að skoða neglurnar mínar. Af hverju ætti ég að sýna þessum frábæru áhorfendum fingurinn?“ sagði Medvedev á mjög svo kaldhæðnislegan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem baulað er á Medvedev í Frakklandi. „Ég held að það sé ekki af þeirri ástæðu að við spilum í Frakklandi. Þetta snýst meira um á hvaða móti við erum að spila og hvaða hegðun ég sýni úti á vellinum. Ég á marga franska vini og margir þeirra eru ekki ánægðir með þeta mót. Kannski er ástæða fyrir því. Margir leikmenn vilja ekki spila hérna af þeirri ástæðu. Sjálfur lék ég miklu betur á þessu móti í faraldrinum þegar stúkurnar voru tómar,“ sagði Rússinn eftir leikinn í gær. Tennis Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira
Daniil Medvedev er í þriðja sæti heimslistans en hann vann meðal annars sigur á opna bandaríska meistaramótinu árið 2021. Medvedev er búsettur í Mónakó og talar reiprennandi frönsku. Það kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur á móti í París bauluðu duglega á Rússann í gær. Í öðru setti byrjuðu áhorfendur að hrópa nafn andstæðingsins Grigor Dimitrov frá Búlgaríu og baula hátt og snjallt á Medvedev. Medvedev var ekki sáttur og sagði við yfirdómarann að hann myndi hætta keppni ef baulið myndi halda áfram. Dimitrov fór að lokum með sigur af hólmi í leiknum. Á leið sinni til búningsherbergja sást þegar Medvedev lyfti löngutöng í átt að áhorfendum sem bauluðu duglega. Medvedev reaction after booed him in Paris-Bercy pic.twitter.com/TcNGyYBdfM— João Pinto (@joaopintoatp) November 1, 2023 „Nei nei, ég var bara að skoða neglurnar mínar. Af hverju ætti ég að sýna þessum frábæru áhorfendum fingurinn?“ sagði Medvedev á mjög svo kaldhæðnislegan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem baulað er á Medvedev í Frakklandi. „Ég held að það sé ekki af þeirri ástæðu að við spilum í Frakklandi. Þetta snýst meira um á hvaða móti við erum að spila og hvaða hegðun ég sýni úti á vellinum. Ég á marga franska vini og margir þeirra eru ekki ánægðir með þeta mót. Kannski er ástæða fyrir því. Margir leikmenn vilja ekki spila hérna af þeirri ástæðu. Sjálfur lék ég miklu betur á þessu móti í faraldrinum þegar stúkurnar voru tómar,“ sagði Rússinn eftir leikinn í gær.
Tennis Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira