Leggur til sektir fyrir slæma hegðun foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2023 16:16 Jón Gunnlaugur Viggósson fyrrverandi handknattleiksmaður, íþróttastjóri, unglingalandsliðsþjálfari og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands segir að sérsamböndin í íþróttahreyfingunni hafi sofið á verðinum. Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna. „Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“ Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“
Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31