Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 08:46 Murthy er tengdafaðir Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. epa/Jagadeesh NV Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt. Ummælin lét Murthy falla í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði meðal annars að framleiðni væri óvíða minni en á Indlandi. Hann sagði landið ekki myndu geta keppt við önnur ríki nema með aukinni framleiðni. „Þannig er ósk mín sú að unga kynslóðin segi: Þetta er landið mitt. Ég vil vinna 70 stundir á viku.“ Ummælin fóru eins og eldur í sinu um netheima og sitt sýndist hverjum. Sumir lýstu yfir stuðningi við Murthy á meðan aðrir sögðu ummælin til marks um eitraða vinnustaðamenningu. Snýst umræðan öðrum þræði um hvaða kröfur atvinnurekendur geta gert til starfsmanna. Gagnrýnendur hafa bæði bent á lág laun þeirra sem eru að byrja á vinnumarkaði og þann líkamlega og andlega toll sem mikil vinna hefur á einstaklinginn. „Enginn tími fyrir félagslíf, enginn tími fyrir fjölskyldu, enginn tími til að hreyfa sig, enginn frítími. Svo ekki sé minnst á að fyrirtæki ætlast til þess að fólk svari tölvupóstum og símtölum utan vinnu. Undra sig svo á því að ungt fólk sé að fá hjartaáfall,“ sagði hjartalæknirinn Deepak Krishnamurthy á X, áður Twitter. Sumir bentu á að flestar konur ynnu yfir 70 stundir á viku, utan og innan heimilisins. Alþjóðavinnumálastofnunin sagði í skýrslu í fyrra að fyrirtæki sem stuðluðu að jafnvægi milli vinnu og frítíma sýndu meiri framleiðni. Þá væri auðveldara að ráða og halda í starfsfólk og fjarverur færri. Indverjar vinna nú þegar fleiri vinnustundir en aðrar þjóðir, til að mynda Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Brasilíumenn, eða um 2.000 stundir á ári að meðaltali. „Að auka framleiðni snýst ekki bara um að vinna fleiri vinnustundir,“ sagði frumkvöðullinn og kvikmyndaframleiðandinn Ronnie Screwvala á X. „Það snýst um að verða betri í því sem þú gerir, auka þekkingu, stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og borga sanngjörn laun fyrir unnin störf.“ Indland Vinnumarkaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Ummælin lét Murthy falla í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði meðal annars að framleiðni væri óvíða minni en á Indlandi. Hann sagði landið ekki myndu geta keppt við önnur ríki nema með aukinni framleiðni. „Þannig er ósk mín sú að unga kynslóðin segi: Þetta er landið mitt. Ég vil vinna 70 stundir á viku.“ Ummælin fóru eins og eldur í sinu um netheima og sitt sýndist hverjum. Sumir lýstu yfir stuðningi við Murthy á meðan aðrir sögðu ummælin til marks um eitraða vinnustaðamenningu. Snýst umræðan öðrum þræði um hvaða kröfur atvinnurekendur geta gert til starfsmanna. Gagnrýnendur hafa bæði bent á lág laun þeirra sem eru að byrja á vinnumarkaði og þann líkamlega og andlega toll sem mikil vinna hefur á einstaklinginn. „Enginn tími fyrir félagslíf, enginn tími fyrir fjölskyldu, enginn tími til að hreyfa sig, enginn frítími. Svo ekki sé minnst á að fyrirtæki ætlast til þess að fólk svari tölvupóstum og símtölum utan vinnu. Undra sig svo á því að ungt fólk sé að fá hjartaáfall,“ sagði hjartalæknirinn Deepak Krishnamurthy á X, áður Twitter. Sumir bentu á að flestar konur ynnu yfir 70 stundir á viku, utan og innan heimilisins. Alþjóðavinnumálastofnunin sagði í skýrslu í fyrra að fyrirtæki sem stuðluðu að jafnvægi milli vinnu og frítíma sýndu meiri framleiðni. Þá væri auðveldara að ráða og halda í starfsfólk og fjarverur færri. Indverjar vinna nú þegar fleiri vinnustundir en aðrar þjóðir, til að mynda Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Brasilíumenn, eða um 2.000 stundir á ári að meðaltali. „Að auka framleiðni snýst ekki bara um að vinna fleiri vinnustundir,“ sagði frumkvöðullinn og kvikmyndaframleiðandinn Ronnie Screwvala á X. „Það snýst um að verða betri í því sem þú gerir, auka þekkingu, stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og borga sanngjörn laun fyrir unnin störf.“
Indland Vinnumarkaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira