Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 08:46 Murthy er tengdafaðir Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. epa/Jagadeesh NV Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt. Ummælin lét Murthy falla í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði meðal annars að framleiðni væri óvíða minni en á Indlandi. Hann sagði landið ekki myndu geta keppt við önnur ríki nema með aukinni framleiðni. „Þannig er ósk mín sú að unga kynslóðin segi: Þetta er landið mitt. Ég vil vinna 70 stundir á viku.“ Ummælin fóru eins og eldur í sinu um netheima og sitt sýndist hverjum. Sumir lýstu yfir stuðningi við Murthy á meðan aðrir sögðu ummælin til marks um eitraða vinnustaðamenningu. Snýst umræðan öðrum þræði um hvaða kröfur atvinnurekendur geta gert til starfsmanna. Gagnrýnendur hafa bæði bent á lág laun þeirra sem eru að byrja á vinnumarkaði og þann líkamlega og andlega toll sem mikil vinna hefur á einstaklinginn. „Enginn tími fyrir félagslíf, enginn tími fyrir fjölskyldu, enginn tími til að hreyfa sig, enginn frítími. Svo ekki sé minnst á að fyrirtæki ætlast til þess að fólk svari tölvupóstum og símtölum utan vinnu. Undra sig svo á því að ungt fólk sé að fá hjartaáfall,“ sagði hjartalæknirinn Deepak Krishnamurthy á X, áður Twitter. Sumir bentu á að flestar konur ynnu yfir 70 stundir á viku, utan og innan heimilisins. Alþjóðavinnumálastofnunin sagði í skýrslu í fyrra að fyrirtæki sem stuðluðu að jafnvægi milli vinnu og frítíma sýndu meiri framleiðni. Þá væri auðveldara að ráða og halda í starfsfólk og fjarverur færri. Indverjar vinna nú þegar fleiri vinnustundir en aðrar þjóðir, til að mynda Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Brasilíumenn, eða um 2.000 stundir á ári að meðaltali. „Að auka framleiðni snýst ekki bara um að vinna fleiri vinnustundir,“ sagði frumkvöðullinn og kvikmyndaframleiðandinn Ronnie Screwvala á X. „Það snýst um að verða betri í því sem þú gerir, auka þekkingu, stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og borga sanngjörn laun fyrir unnin störf.“ Indland Vinnumarkaður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Ummælin lét Murthy falla í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði meðal annars að framleiðni væri óvíða minni en á Indlandi. Hann sagði landið ekki myndu geta keppt við önnur ríki nema með aukinni framleiðni. „Þannig er ósk mín sú að unga kynslóðin segi: Þetta er landið mitt. Ég vil vinna 70 stundir á viku.“ Ummælin fóru eins og eldur í sinu um netheima og sitt sýndist hverjum. Sumir lýstu yfir stuðningi við Murthy á meðan aðrir sögðu ummælin til marks um eitraða vinnustaðamenningu. Snýst umræðan öðrum þræði um hvaða kröfur atvinnurekendur geta gert til starfsmanna. Gagnrýnendur hafa bæði bent á lág laun þeirra sem eru að byrja á vinnumarkaði og þann líkamlega og andlega toll sem mikil vinna hefur á einstaklinginn. „Enginn tími fyrir félagslíf, enginn tími fyrir fjölskyldu, enginn tími til að hreyfa sig, enginn frítími. Svo ekki sé minnst á að fyrirtæki ætlast til þess að fólk svari tölvupóstum og símtölum utan vinnu. Undra sig svo á því að ungt fólk sé að fá hjartaáfall,“ sagði hjartalæknirinn Deepak Krishnamurthy á X, áður Twitter. Sumir bentu á að flestar konur ynnu yfir 70 stundir á viku, utan og innan heimilisins. Alþjóðavinnumálastofnunin sagði í skýrslu í fyrra að fyrirtæki sem stuðluðu að jafnvægi milli vinnu og frítíma sýndu meiri framleiðni. Þá væri auðveldara að ráða og halda í starfsfólk og fjarverur færri. Indverjar vinna nú þegar fleiri vinnustundir en aðrar þjóðir, til að mynda Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Brasilíumenn, eða um 2.000 stundir á ári að meðaltali. „Að auka framleiðni snýst ekki bara um að vinna fleiri vinnustundir,“ sagði frumkvöðullinn og kvikmyndaframleiðandinn Ronnie Screwvala á X. „Það snýst um að verða betri í því sem þú gerir, auka þekkingu, stuðla að jákvæðu starfsumhverfi og borga sanngjörn laun fyrir unnin störf.“
Indland Vinnumarkaður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira