Stækt Gyðingahatur í nafni mannréttinda Finnur Th. Eiríksson skrifar 1. nóvember 2023 08:31 Um daginn fór ég í viðtal hjá ríkismiðlinum. Þar sagði ég meðal annars að „fjölmargir eigi erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum“. Ég reyndist sannarlega forspár. Í gær var mér bent á nýlegan pistil Sigurðar Skúlasonar, leikara. Þar segir hann: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Það skiptir engu máli hvort samúð manns liggur hjá Palestínumönnum eða Ísraelum í þessu máli. Þetta er Gyðingahatur. Það að nota sársaukafyllsta viðburð í sögu Gyðinga til að núa þeim honum um nasir er Gyðingahatur. Það að alhæfa á neikvæðan hátt um Gyðinga sem heild er Gyðingahatur. Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans. Ég tók ekki nógu sterkt til orða þegar ég sagði að fjölmargir ættu erfitt með að greina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum. Fjölmargir eru hreinlega ófærir um það. Samþykki fimm þúsund Íslendinga við slíkum viðbjóði hefur því miður ekki átt sér stað í tómarúmi. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Frá upphafi stríðsins þann 7. október hafa þeir gert fátt annað gert en að lepja upp blygðunarlausan áróður Hamassamtakanna. Til dæmis hafa íslenskir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Ísrael hafi skotið flugskeyti á spítala, en óyggjandi sönnunargögn eru fyrir því að hryðjuverkasamtök á Gazasvæðinu hafi skotið flugskeytinu. Yfir fimm hundruð gölluð flugskeyti hryðjuverkasamtaka hafa lent á Gazasvæðinu undanfarnar vikur og gætu hæglega hafa borið ábyrgð á meirihluta þeirra dauðsfalla sem hafa orðið í stríðinu. Kjarni málsins er sá að íslenskir fjölmiðlar hafa í raun ekki hundsvit á því sem er að gerast í þessum heimshluta. Þessum pistli fylgir því ákall til þeirra um að hætta að fjalla um þetta mál á þennan hlutdræga og æsifréttalega hátt. Það má færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega framleitt Gyðingahatur með umfjöllun sinni. Að lokum langar mig að undirstrika að Gyðingar hafa innbyrðis ólíkar skoðanir á þessu stríði, líkt og öllu öðru. Það er því algjörlega óboðlegt að minnihlutahópur á Íslandi sé djöfulgerður á þennan hátt á opinberum vettvangi. Höfundur er meðlimur Menningarfélags Gyðinga og stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Um daginn fór ég í viðtal hjá ríkismiðlinum. Þar sagði ég meðal annars að „fjölmargir eigi erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum“. Ég reyndist sannarlega forspár. Í gær var mér bent á nýlegan pistil Sigurðar Skúlasonar, leikara. Þar segir hann: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Það skiptir engu máli hvort samúð manns liggur hjá Palestínumönnum eða Ísraelum í þessu máli. Þetta er Gyðingahatur. Það að nota sársaukafyllsta viðburð í sögu Gyðinga til að núa þeim honum um nasir er Gyðingahatur. Það að alhæfa á neikvæðan hátt um Gyðinga sem heild er Gyðingahatur. Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans. Ég tók ekki nógu sterkt til orða þegar ég sagði að fjölmargir ættu erfitt með að greina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum. Fjölmargir eru hreinlega ófærir um það. Samþykki fimm þúsund Íslendinga við slíkum viðbjóði hefur því miður ekki átt sér stað í tómarúmi. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Frá upphafi stríðsins þann 7. október hafa þeir gert fátt annað gert en að lepja upp blygðunarlausan áróður Hamassamtakanna. Til dæmis hafa íslenskir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Ísrael hafi skotið flugskeyti á spítala, en óyggjandi sönnunargögn eru fyrir því að hryðjuverkasamtök á Gazasvæðinu hafi skotið flugskeytinu. Yfir fimm hundruð gölluð flugskeyti hryðjuverkasamtaka hafa lent á Gazasvæðinu undanfarnar vikur og gætu hæglega hafa borið ábyrgð á meirihluta þeirra dauðsfalla sem hafa orðið í stríðinu. Kjarni málsins er sá að íslenskir fjölmiðlar hafa í raun ekki hundsvit á því sem er að gerast í þessum heimshluta. Þessum pistli fylgir því ákall til þeirra um að hætta að fjalla um þetta mál á þennan hlutdræga og æsifréttalega hátt. Það má færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega framleitt Gyðingahatur með umfjöllun sinni. Að lokum langar mig að undirstrika að Gyðingar hafa innbyrðis ólíkar skoðanir á þessu stríði, líkt og öllu öðru. Það er því algjörlega óboðlegt að minnihlutahópur á Íslandi sé djöfulgerður á þennan hátt á opinberum vettvangi. Höfundur er meðlimur Menningarfélags Gyðinga og stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun