„Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 31. október 2023 19:22 Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir, deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku HSS. Vísir/Einar Ný slysa- og bráðamóttaka hefur verið opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Deildarstjóri bráðamóttökunnar segir breytingarnar draumi líkastar enda búin að vinna við ömurlegar aðstæður í mörg ár. Starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS fór í gær úr níutíu fermetra rými sem var löngu orðin barn síns tíma yfir í rúmlega þrjú hundruð fermetra rými. „Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast. Við erum búin að vera í ömurlegum aðstæðum þarna hinum megin í mörg mörg mörg ár. Fólk svona vildi eiginlega ekki trúa því að við værum komin hérna yfir þannig þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar. Flutningunum fylgi þó léttir og gleði, fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Bráðamóttakan er fjölsótt en á ári hverju eru um sextán þúsund komur eða að jafnaði 43 komur á hverjum sólarhring. Ásta segir breytinguna algjöra byltingu frá því sem áður var. „Við getum séð fram á að sinna fólki betur hér í heimabyggð. Við erum komin með betri tækjabúnað og betri aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Þannig að með tíð og tíma vonumst við til þess að þurfa senda færri skjólstæðinga frá okkur í bæinn og geta sinnt þeim meira hérna hjá okkur,“ segir Ásta. Ýmis ný tæki og tól hafi einnig verið tekin í notkun auk fleira starfsfólks, þeirra á meðal er fyrsti bráðalæknir HSS sem Ásta segir að hafi verið kærkomin viðbót. Þá opnaði ný legudeild í byrjun mánaðar með nítján rúmum. „Stórglæsileg deild og ábyggilega flottasta deild á landinu,“ segir Ásta og hlær. Því til viðbótar hafi tíu hjúkrunarrými verið opnuð fyrir þá sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Sjá meira
Starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS fór í gær úr níutíu fermetra rými sem var löngu orðin barn síns tíma yfir í rúmlega þrjú hundruð fermetra rými. „Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast. Við erum búin að vera í ömurlegum aðstæðum þarna hinum megin í mörg mörg mörg ár. Fólk svona vildi eiginlega ekki trúa því að við værum komin hérna yfir þannig þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar. Flutningunum fylgi þó léttir og gleði, fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Bráðamóttakan er fjölsótt en á ári hverju eru um sextán þúsund komur eða að jafnaði 43 komur á hverjum sólarhring. Ásta segir breytinguna algjöra byltingu frá því sem áður var. „Við getum séð fram á að sinna fólki betur hér í heimabyggð. Við erum komin með betri tækjabúnað og betri aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Þannig að með tíð og tíma vonumst við til þess að þurfa senda færri skjólstæðinga frá okkur í bæinn og geta sinnt þeim meira hérna hjá okkur,“ segir Ásta. Ýmis ný tæki og tól hafi einnig verið tekin í notkun auk fleira starfsfólks, þeirra á meðal er fyrsti bráðalæknir HSS sem Ásta segir að hafi verið kærkomin viðbót. Þá opnaði ný legudeild í byrjun mánaðar með nítján rúmum. „Stórglæsileg deild og ábyggilega flottasta deild á landinu,“ segir Ásta og hlær. Því til viðbótar hafi tíu hjúkrunarrými verið opnuð fyrir þá sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Sjá meira