Bein útsending: Opnunarmálstofa Þjóðarspegilsins Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 14:31 Þátttakendur í opnunarmálstofu Þjóðarspegilsins. HÍ Þjóðtrú og lífsviðhorf Íslendinga, stjórnarskrárbreytingar, líðan, kulnun og tíðahvörf á vinnumarkaði, kynbundið ofbeldi, samfélagsmiðlar, hvalveiðar og dýrarvernd, frjósemi og vinnumarkaður og lífsstílshagfræði er meðal þess sem verður til umfjöllunar á hinni árlegu ráðstefnu Þjóðarspegilsins sem fram fer í Háskóla Íslands í dag og á morgun. Húsnæðismál verða í brennidepli á opnunarmálstofu ráðstefnunnar sem stendur milli klukkan 15 og 16:30 í dag og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á vef Háskóla Íslands segir að Þjóðarspegillinn sé nú haldinn í 24. sinn en ráðstefnan hafi frá upphafi fóstrað fræðilega umræðu um það sem efst sé á baugi innan félagsvísinda á afar breiðum grunni. „Þátttakendur eru bæði fræðimenn og nemendur við Háskóla Íslands og aðra háskóla á Íslandi auk samstarfsaðila víða í íslensku samfélagi. Ráðstefna Þjóðarspegilsins hefst með opnunarmálstofu tengdri húsnæðismálum í Hátíðsal Aðalbyggingar fimmtudaginn 2. nóvember kl. 15 til 16.30. Hægt er að fylgjast með opnunarmálstofunni í beinu streymi að neðan. Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, opnar ráðstefnuna og í kjölfarið mun Hulda Proppé, rannsóknastjóri sviðsins, halda erindi um mikilvægi ráðstefnu Þjóðarspegilsins fyrir samfélagið. Þá flytur Sigríður Benediktsdóttir, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ og fræðimaður við hagfræðideild Yale-háskóla, erindið „Samspil fasteignalána, peningastefnu og fjármálastöðugleika“. Í framhaldinu verður boðið upp á pallborð um húsnæðismál þar sem Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild, og Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, taka þátt auk Sigríðar. Pallborðsumræðum stýrir Gylfi Magnússon, prófessor við Viðskiptafræðideild. Föstudaginn 3. nóvember verður svo boðið upp á um 200 erindi í rúmlega 40 opnum málstofum víða á háskólasvæðinu auk þess sem rannsóknir verða kynntar á veggspjöldum í Tröð, ganginum milli Háskólatorgs og Gimlis. Vísindi Húsnæðismál Háskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Húsnæðismál verða í brennidepli á opnunarmálstofu ráðstefnunnar sem stendur milli klukkan 15 og 16:30 í dag og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á vef Háskóla Íslands segir að Þjóðarspegillinn sé nú haldinn í 24. sinn en ráðstefnan hafi frá upphafi fóstrað fræðilega umræðu um það sem efst sé á baugi innan félagsvísinda á afar breiðum grunni. „Þátttakendur eru bæði fræðimenn og nemendur við Háskóla Íslands og aðra háskóla á Íslandi auk samstarfsaðila víða í íslensku samfélagi. Ráðstefna Þjóðarspegilsins hefst með opnunarmálstofu tengdri húsnæðismálum í Hátíðsal Aðalbyggingar fimmtudaginn 2. nóvember kl. 15 til 16.30. Hægt er að fylgjast með opnunarmálstofunni í beinu streymi að neðan. Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, opnar ráðstefnuna og í kjölfarið mun Hulda Proppé, rannsóknastjóri sviðsins, halda erindi um mikilvægi ráðstefnu Þjóðarspegilsins fyrir samfélagið. Þá flytur Sigríður Benediktsdóttir, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ og fræðimaður við hagfræðideild Yale-háskóla, erindið „Samspil fasteignalána, peningastefnu og fjármálastöðugleika“. Í framhaldinu verður boðið upp á pallborð um húsnæðismál þar sem Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild, og Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, taka þátt auk Sigríðar. Pallborðsumræðum stýrir Gylfi Magnússon, prófessor við Viðskiptafræðideild. Föstudaginn 3. nóvember verður svo boðið upp á um 200 erindi í rúmlega 40 opnum málstofum víða á háskólasvæðinu auk þess sem rannsóknir verða kynntar á veggspjöldum í Tröð, ganginum milli Háskólatorgs og Gimlis.
Vísindi Húsnæðismál Háskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira