Um þrjú hundruð börn bíða heyrnarmælingar Helena Rós Sturludóttir skrifar 31. október 2023 14:29 Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands Ófremdaráastand ríkir hjá heyrnarskertum og heilbrigðiskerfið hafa sofið á verðinum að sögn forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Tvö þúsund manns bíða nú þjónustu og þar af eru tæplega þrjú hundruð börn Um tuttugu þúsund Íslendingar glíma við heyrnarskerðingu og stækkar sá hópur ár frá ári vegna hærri hærri meðalaldurs. Kristján Sverrisson, forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, segir stjórnvöld og heilbrigðiskerfið hafa brugðist þeim sem glími við heyrnarskerðingu. Fjöldinn tvöfaldast„Staðan er þessi við erum enn á sömu höfðatölu og fyrir tuttugu árum, við erum enn á sömu fermetrunum og fyrir fimmtíu árum en viðskiptavinafjöldi okkar hefur sennilega tvöfaldast og mun tvöfaldast aftur á næstu fimm til tíu árum bara vegna öldrunar þjóðar,“ segir Kristján. Heyrnar- og talmeinastöðin hafi verið tekin með halla síðustu ár og ef ekki verði brugðist við þurfi einfaldlega loka og skella í lás. „Þetta gengur ekki. Við erum búin að vera skera niður alveg frá hruni. það er stórkostlegur skortur á fólki sem er með menntun í heyrnarfræði, bæði heyrnarfræðinga og tækna. Þeir eru ekki til á landinu, hér eru sennilega um tíu. Það eru innan við níu full stöðugildi af heyrnarfræðingum á öllu landinu en þeir þyrftu að vera svona í kringum fimmtíu,“ útskýrir Kristján. Rúmlega tveggja ára biðÁ meðan lengist biðlistar. „Nú er svo komið að það eru rúmlega tvö þúsund manns á biðlista hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni og biðin eftir þjónustu í sumum þjónustuflokkum er komin yfir tvö ár,“ segir hann og bætir við að stofnunin sé sú eina sem geti mælt börn og nú séu um þrjú hundruð börn á biðlista. „Við erum með börn í algjörum forgangi hjá okkur en samt eru svona biðlistar þar og þá ýtum við fjöldanum öllum af öðrum frá til þess að geta þjónað þessum forgangshópi,“ segir Kristján og heldur áfram: „Það stappar við neyðarástand í þessari þjónustu og ráðuneytið virðist vera algjörlega ráðþrota.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 10 til 15 þúsund Íslendinga með skerta heyrn Forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvarinnar eða HTÍ segir að Íslendingar bregðist allt of seint við þegar heyrnin byrjar að gefa sig. 4. mars 2019 19:45 Heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. 15. janúar 2015 14:57 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Um tuttugu þúsund Íslendingar glíma við heyrnarskerðingu og stækkar sá hópur ár frá ári vegna hærri hærri meðalaldurs. Kristján Sverrisson, forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, segir stjórnvöld og heilbrigðiskerfið hafa brugðist þeim sem glími við heyrnarskerðingu. Fjöldinn tvöfaldast„Staðan er þessi við erum enn á sömu höfðatölu og fyrir tuttugu árum, við erum enn á sömu fermetrunum og fyrir fimmtíu árum en viðskiptavinafjöldi okkar hefur sennilega tvöfaldast og mun tvöfaldast aftur á næstu fimm til tíu árum bara vegna öldrunar þjóðar,“ segir Kristján. Heyrnar- og talmeinastöðin hafi verið tekin með halla síðustu ár og ef ekki verði brugðist við þurfi einfaldlega loka og skella í lás. „Þetta gengur ekki. Við erum búin að vera skera niður alveg frá hruni. það er stórkostlegur skortur á fólki sem er með menntun í heyrnarfræði, bæði heyrnarfræðinga og tækna. Þeir eru ekki til á landinu, hér eru sennilega um tíu. Það eru innan við níu full stöðugildi af heyrnarfræðingum á öllu landinu en þeir þyrftu að vera svona í kringum fimmtíu,“ útskýrir Kristján. Rúmlega tveggja ára biðÁ meðan lengist biðlistar. „Nú er svo komið að það eru rúmlega tvö þúsund manns á biðlista hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni og biðin eftir þjónustu í sumum þjónustuflokkum er komin yfir tvö ár,“ segir hann og bætir við að stofnunin sé sú eina sem geti mælt börn og nú séu um þrjú hundruð börn á biðlista. „Við erum með börn í algjörum forgangi hjá okkur en samt eru svona biðlistar þar og þá ýtum við fjöldanum öllum af öðrum frá til þess að geta þjónað þessum forgangshópi,“ segir Kristján og heldur áfram: „Það stappar við neyðarástand í þessari þjónustu og ráðuneytið virðist vera algjörlega ráðþrota.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 10 til 15 þúsund Íslendinga með skerta heyrn Forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvarinnar eða HTÍ segir að Íslendingar bregðist allt of seint við þegar heyrnin byrjar að gefa sig. 4. mars 2019 19:45 Heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. 15. janúar 2015 14:57 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
10 til 15 þúsund Íslendinga með skerta heyrn Forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvarinnar eða HTÍ segir að Íslendingar bregðist allt of seint við þegar heyrnin byrjar að gefa sig. 4. mars 2019 19:45
Heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. 15. janúar 2015 14:57