Ætlar til Indónesíu að leita föður síns án nokkurra vísbendinga Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2023 22:09 Óðinn, sem er frá Akureyri, ætlar að leita blóðföður síns á Indónesíu. Hann vill fá kvikmyndatökumann með sér sem myndi fá flug og frítt uppihald á meðann á ferðinni stendur. Samsett/Jón Þór/EPA Óðinn Eddy Viðarsson, 43 ára Akureyringur, ætlar sér að fara til Indónesíu til að leita að blóðföður sínum og vill fá með sér tökumann til að fara með sér á ferðalag til að kvikmynda ferðalag sitt og leitina að föðurnum. Fjallað var um þetta fyrirhugaða ferðalag Óðins, sem á að hefjast í desember, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður um hvort hann væri með einhverjar vísbendingar um föðurinn svarar Óðinn neitandi. Hann hafi farið til Indónesíu árið 2015, verið þar í tvö ár og fundið blóðmóður sína. „Ég ætla að fara dýpra í málið varðandi hana. Ég ætla að spyrja hana spurninga sem ég spurði ekki þá,“ segir Óðinn sem segist ekki hafa viljað spyrja blóðmóður sína út í föður sinn þegar hann hitti hana þá. „Ég vildi nú ekki spyrja hana á þessu augnabliki. Þegar þú hittir strákinn þinn á þessu augnabliki eftir 32 ár, þá held ég að það sé ekki gott að spyrja að þessu,“ bætir hann við. Óðinn útskýrir að þegar hann hafi farið að leita móður sinnar hafi miklu fleiri upplýsingar legið fyrir um hana heldur en föður hans núna. Tilfinningaþrungnir endurfundir „Það var mikið grátið og það var rosalega tilfinningaþrungið. Maður hitti mömmu, og svo kemur systirin, og svo kemur bróðirinn. Þetta var allt á innan við klukkustund að maður komst að því að maður ætti systkini líka,“ segir Óðinn um stundina þegar hann hitti fjölskyldu sína í Indónesíu. Leitar líka að tökumanni Líkt og áður segir leitar Óðinn ekki bara að blóðföður sínum, heldur einnig að myndatökumanni. Hann vill að sá hinn sami fari með sér í ferðalagið til Indónesíu og fylgist með leitinni. Kvikmyndatökumaðurinn myndi fá frítt uppihald og flug til Indónesíu, og fá að upplifa ævintýrið með Óðni. Hann býst við því að vera úti í tvo til þrjá mánuði. Starfskröfurnar eru þær að tökumaðurinn kunni á myndavél, dróna og upptökuvél. Óðinn vonast bæði til þess að geta tekið upp það þegar hann finnur blóðföður sinn, og líka þegar hann ferðast ásamt fjölskyldu sinni frá Indónesíu til Íslands og kynnir hana fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Íslendingar erlendis Leitin að upprunanum Indónesía Ferðalög Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Fjallað var um þetta fyrirhugaða ferðalag Óðins, sem á að hefjast í desember, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðspurður um hvort hann væri með einhverjar vísbendingar um föðurinn svarar Óðinn neitandi. Hann hafi farið til Indónesíu árið 2015, verið þar í tvö ár og fundið blóðmóður sína. „Ég ætla að fara dýpra í málið varðandi hana. Ég ætla að spyrja hana spurninga sem ég spurði ekki þá,“ segir Óðinn sem segist ekki hafa viljað spyrja blóðmóður sína út í föður sinn þegar hann hitti hana þá. „Ég vildi nú ekki spyrja hana á þessu augnabliki. Þegar þú hittir strákinn þinn á þessu augnabliki eftir 32 ár, þá held ég að það sé ekki gott að spyrja að þessu,“ bætir hann við. Óðinn útskýrir að þegar hann hafi farið að leita móður sinnar hafi miklu fleiri upplýsingar legið fyrir um hana heldur en föður hans núna. Tilfinningaþrungnir endurfundir „Það var mikið grátið og það var rosalega tilfinningaþrungið. Maður hitti mömmu, og svo kemur systirin, og svo kemur bróðirinn. Þetta var allt á innan við klukkustund að maður komst að því að maður ætti systkini líka,“ segir Óðinn um stundina þegar hann hitti fjölskyldu sína í Indónesíu. Leitar líka að tökumanni Líkt og áður segir leitar Óðinn ekki bara að blóðföður sínum, heldur einnig að myndatökumanni. Hann vill að sá hinn sami fari með sér í ferðalagið til Indónesíu og fylgist með leitinni. Kvikmyndatökumaðurinn myndi fá frítt uppihald og flug til Indónesíu, og fá að upplifa ævintýrið með Óðni. Hann býst við því að vera úti í tvo til þrjá mánuði. Starfskröfurnar eru þær að tökumaðurinn kunni á myndavél, dróna og upptökuvél. Óðinn vonast bæði til þess að geta tekið upp það þegar hann finnur blóðföður sinn, og líka þegar hann ferðast ásamt fjölskyldu sinni frá Indónesíu til Íslands og kynnir hana fyrir fjölskyldunni á Íslandi.
Íslendingar erlendis Leitin að upprunanum Indónesía Ferðalög Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum