Lyklamaðurinn á Akureyri dæmdur fyrir rúðubrot á Kaffi Lyst Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 14:21 „Lyklamaðurinn“ svokallaði á að baki sakaferil sem nær allt til ársins 2007. Hann hlaut dóm fyrir að rispa bíla síðast í sumar. Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa annars vegar rispað bíl og hins vegar brotið tvær rúður á veitingahúsinu Kaffi Lyst Akureyri í byrjun sumars. Um er að ræða hegningarauka, en maðurinn hlaut 45 daga dóm í sumar fyrir að vinna skemmdarverk á bílum i júlí síðastliðnum. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa annars vegar rispað með lykli hægri afturhurð bíls sem lagður var á bílastæði við Hvannavelli á Akureyri þann 7. júní síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið tvær rúður á Kaffi Lyst í Lystigarðinum við Eyrarlandsveg í bænum með því að kasta grjóti í rúðurnar. Maðurinn sótti ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til að greiða Akureyrarbæ 300 þúsund krónur, auk vaxta, í bætur vegna skemmdanna á rúðunum á Kaffi Lyst. Í dómi kemur fram að hann eigi umtalsverðan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2007. Í sumar hlaut hann 45 daga dóm fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum, en með þeim brotum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut í febrúar vegna þjófnaðarmáls. Í fyrri frétt Vísis kemur fram að maðurinn hafi verið grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á á þriðja tug bíla á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í fótbolta fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Hann játaði hluta brotanna. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59 Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa annars vegar rispað með lykli hægri afturhurð bíls sem lagður var á bílastæði við Hvannavelli á Akureyri þann 7. júní síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið tvær rúður á Kaffi Lyst í Lystigarðinum við Eyrarlandsveg í bænum með því að kasta grjóti í rúðurnar. Maðurinn sótti ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til að greiða Akureyrarbæ 300 þúsund krónur, auk vaxta, í bætur vegna skemmdanna á rúðunum á Kaffi Lyst. Í dómi kemur fram að hann eigi umtalsverðan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2007. Í sumar hlaut hann 45 daga dóm fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum, en með þeim brotum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut í febrúar vegna þjófnaðarmáls. Í fyrri frétt Vísis kemur fram að maðurinn hafi verið grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á á þriðja tug bíla á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í fótbolta fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Hann játaði hluta brotanna.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59 Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59
Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17