Lyklamaðurinn á Akureyri dæmdur fyrir rúðubrot á Kaffi Lyst Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 14:21 „Lyklamaðurinn“ svokallaði á að baki sakaferil sem nær allt til ársins 2007. Hann hlaut dóm fyrir að rispa bíla síðast í sumar. Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa annars vegar rispað bíl og hins vegar brotið tvær rúður á veitingahúsinu Kaffi Lyst Akureyri í byrjun sumars. Um er að ræða hegningarauka, en maðurinn hlaut 45 daga dóm í sumar fyrir að vinna skemmdarverk á bílum i júlí síðastliðnum. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa annars vegar rispað með lykli hægri afturhurð bíls sem lagður var á bílastæði við Hvannavelli á Akureyri þann 7. júní síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið tvær rúður á Kaffi Lyst í Lystigarðinum við Eyrarlandsveg í bænum með því að kasta grjóti í rúðurnar. Maðurinn sótti ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til að greiða Akureyrarbæ 300 þúsund krónur, auk vaxta, í bætur vegna skemmdanna á rúðunum á Kaffi Lyst. Í dómi kemur fram að hann eigi umtalsverðan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2007. Í sumar hlaut hann 45 daga dóm fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum, en með þeim brotum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut í febrúar vegna þjófnaðarmáls. Í fyrri frétt Vísis kemur fram að maðurinn hafi verið grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á á þriðja tug bíla á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í fótbolta fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Hann játaði hluta brotanna. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59 Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa annars vegar rispað með lykli hægri afturhurð bíls sem lagður var á bílastæði við Hvannavelli á Akureyri þann 7. júní síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið tvær rúður á Kaffi Lyst í Lystigarðinum við Eyrarlandsveg í bænum með því að kasta grjóti í rúðurnar. Maðurinn sótti ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til að greiða Akureyrarbæ 300 þúsund krónur, auk vaxta, í bætur vegna skemmdanna á rúðunum á Kaffi Lyst. Í dómi kemur fram að hann eigi umtalsverðan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2007. Í sumar hlaut hann 45 daga dóm fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum, en með þeim brotum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut í febrúar vegna þjófnaðarmáls. Í fyrri frétt Vísis kemur fram að maðurinn hafi verið grunaður um að hafa unnið skemmdarverk á á þriðja tug bíla á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Um er að ræða mikla ferðahelgi meðal annars á Akureyri þar sem N1 mót ellefu og tólf ára drengja í fótbolta fer fram. 23 bílar hið minnsta voru lyklaðir umrædda helgi og beindist grunurinn fljótlega að fyrrnefndum karlmanni. Hann játaði hluta brotanna.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59 Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. 9. ágúst 2023 15:59
Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. 10. júlí 2023 11:17