Langvarandi landris gæti þýtt kröftugra eldgos Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2023 11:59 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, rýnir í þróun mála á Reykjanesskaga. vísir/vilhelm Eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir ört landris við Svartsengi og Þorbjörn ekki góðar fréttir í ljósi staðsetningar. Langvarandi landris sé til marks um að töluvert hafi safnast af kviku á svæðinu og því ætti eldgos þar að vera aðeins kraftmeira en síðustu tvö. Hann segir farsælla að viðbragðsaðilar geri í undirbúningi sínum ráð fyrir slæmri útkomu til að þeir séu betur í stakk búnir að leysa málin skjótt og örugglega. Gervitunglagögn sýna og staðfesta að áframhaldandi þensla er norðvestan við Þorbjörn og Svartsengi er þenslan hröð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að samfelldar GPS-mælingar sýni áframhaldandi merki um landris. Hraði þenslunnar hafi þó minnkað örlítið miðað við í upphafi, en fyrstu niðurstöður líkanreikninga bendi til að kvika sé að safnast fyrir á um fjögurra klómetra dýpi. Síðasta sólarhringinn hafa mælst um 1.300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er meirihluti skjálftavirkninnar á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að þessi virkni, sem er á óheppilegum stað, hafi verið fyrirséð. Ármann rýndi fyrst í stöðuna í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Úr því að Reykjanesið er byrjað, Reykjanesskaginn, og alltaf þegar hann hefur byrjað þá fer hann allur hægt og rólega í gang en þetta er kannski hraðara heldur en við höfðum kannski vonað. Þetta er mjög hratt ferli og þessar síðustu fréttir í kringum Eldvarpakerfið þarna, það eru ekki nógu góðar fréttir því við erum með svolítið af innviðum þar sem við erum kannski ekki búin að klára að undirbúa mótvægisaðgerðir,“ segir Ármann. Ekki góðar fréttir Landris hefur mælst á þessu svæði í langan tíma en það hefur ýmist hægst á því eða það hætt alveg í einhvern tíma. „Það segir okkur að það er töluvert af kviku sem hefur náð að safnast fyrir á þessu svæði og ef það segir okkur eitthvað þá ættu eldgosin þarna að verða aðeins kraftmeiri heldur en þau sem voru úti í Fagradalsfjalli þannig að það er í sjálfu sér ekki góðar fréttir heldur því þá bara rennur hraunið hraðar og þá hafa menn styttri tíma til að koma upp varnaraðgerðum.“ Svartsengi og Bláa lónið Fólk sé heppið ef það fái sex eða sjö klukkustunda fyrirvara. Það sé vandamál því Bláa lónið er til að mynda nálægt. „Svo kannski ennþá verra er Svartsengi og sú starfsemi sem þar er. Þar er náttúrulega framleidd raforka og heitt vatn og kalt vatn fyrir Suðurnesin, þannig að það væri vont ef eitthvað færi að skaðast í því þegar við erum að koma inn í veturinn þannig að menn verða náttúrulega að halda áfram að setja upp plönin og kannski gera ráð fyrir ekkert allt of góðri útkomu þannig að menn séu bara tilbúnir að leysa það skjótt og örugglega.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Áframhaldandi þensla við Þorbjörn Land heldur áfram að rísa umhverfis Þorbjörn og Svartsengi. Þetta staðfesta nýjustu gögn Veðustofunnar. Von er á nýjum gervihnattamyndum síðar í dag sem þó verður líklega ekki hægt að lesa úr fyrr en á morgun. 29. október 2023 14:56 Staðan skýrist betur á morgun Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu. 28. október 2023 23:35 Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Gervitunglagögn sýna og staðfesta að áframhaldandi þensla er norðvestan við Þorbjörn og Svartsengi er þenslan hröð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að samfelldar GPS-mælingar sýni áframhaldandi merki um landris. Hraði þenslunnar hafi þó minnkað örlítið miðað við í upphafi, en fyrstu niðurstöður líkanreikninga bendi til að kvika sé að safnast fyrir á um fjögurra klómetra dýpi. Síðasta sólarhringinn hafa mælst um 1.300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er meirihluti skjálftavirkninnar á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að þessi virkni, sem er á óheppilegum stað, hafi verið fyrirséð. Ármann rýndi fyrst í stöðuna í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Úr því að Reykjanesið er byrjað, Reykjanesskaginn, og alltaf þegar hann hefur byrjað þá fer hann allur hægt og rólega í gang en þetta er kannski hraðara heldur en við höfðum kannski vonað. Þetta er mjög hratt ferli og þessar síðustu fréttir í kringum Eldvarpakerfið þarna, það eru ekki nógu góðar fréttir því við erum með svolítið af innviðum þar sem við erum kannski ekki búin að klára að undirbúa mótvægisaðgerðir,“ segir Ármann. Ekki góðar fréttir Landris hefur mælst á þessu svæði í langan tíma en það hefur ýmist hægst á því eða það hætt alveg í einhvern tíma. „Það segir okkur að það er töluvert af kviku sem hefur náð að safnast fyrir á þessu svæði og ef það segir okkur eitthvað þá ættu eldgosin þarna að verða aðeins kraftmeiri heldur en þau sem voru úti í Fagradalsfjalli þannig að það er í sjálfu sér ekki góðar fréttir heldur því þá bara rennur hraunið hraðar og þá hafa menn styttri tíma til að koma upp varnaraðgerðum.“ Svartsengi og Bláa lónið Fólk sé heppið ef það fái sex eða sjö klukkustunda fyrirvara. Það sé vandamál því Bláa lónið er til að mynda nálægt. „Svo kannski ennþá verra er Svartsengi og sú starfsemi sem þar er. Þar er náttúrulega framleidd raforka og heitt vatn og kalt vatn fyrir Suðurnesin, þannig að það væri vont ef eitthvað færi að skaðast í því þegar við erum að koma inn í veturinn þannig að menn verða náttúrulega að halda áfram að setja upp plönin og kannski gera ráð fyrir ekkert allt of góðri útkomu þannig að menn séu bara tilbúnir að leysa það skjótt og örugglega.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Áframhaldandi þensla við Þorbjörn Land heldur áfram að rísa umhverfis Þorbjörn og Svartsengi. Þetta staðfesta nýjustu gögn Veðustofunnar. Von er á nýjum gervihnattamyndum síðar í dag sem þó verður líklega ekki hægt að lesa úr fyrr en á morgun. 29. október 2023 14:56 Staðan skýrist betur á morgun Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu. 28. október 2023 23:35 Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Áframhaldandi þensla við Þorbjörn Land heldur áfram að rísa umhverfis Þorbjörn og Svartsengi. Þetta staðfesta nýjustu gögn Veðustofunnar. Von er á nýjum gervihnattamyndum síðar í dag sem þó verður líklega ekki hægt að lesa úr fyrr en á morgun. 29. október 2023 14:56
Staðan skýrist betur á morgun Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu. 28. október 2023 23:35
Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04