Skoðum brjóstin allt árið Ólöf Kristjana Bjarnadóttir og Helga Tryggvadóttir skrifa 30. október 2023 10:01 Bleiki mánuðurinn október rennur senn sitt skeið en hann er okkur vitundarvakning um brjóstakrabbamein, algengasta krabbamein sem konur fá. Bara hér á Íslandi greinast ár hvert um það bil 260 konur með sjúkdóminn og tilfellum fjölgar ár frá ári. Horfur flestra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru sem betur fer góðar enda eru hér á landi nær 4000 konur á lífi í dag sem greinst hafa með sjúkdóminn. Flestar konur sem greinast með brjóstakrabbamein eru við greiningu með staðbundið mein í brjósti og stundum einnig eitlum í holhönd og stendur þá til boða skurðaðgerð í læknandi tilgangi þar sem mein er fjarlægt. Háð umfangi sjúkdóms og öðrum eiginleikum krabbameinsins er langflestum konum ráðlagt að gangast undir viðbótarmeðferð sem dregur úr líkum á því að brjóstakrabbameinið komi til baka. Viðbótarmeðferð getur meðal annars falið í sér geislameðferð, krabbameinslyfjameðferð og andhormónameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að slík meðferð dregur verulega úr fjölda þeirra kvenna sem greinast aftur með sjúkdóminn en við endurgreiningu hefur krabbameinið því miður oft náð að dreifa sér um líkamann og við lítum enn þann dag í dag á sem langvinnan sjúkdóm sem ekki er hægt að lækna. Viðbótarmeðferðin gegnir því gríðarlega mikilvægu hlutverki til þess að auka lífslíkur kvenna eftir að þær hafa greinst með brjóstakrabbamein. Þökk sé framförum í krabbameinsmeðferð lifa konur með langvinnt brjóstakrabbamein nú lengur en áður. Þrátt fyrir fleiri og bætta meðferðarmöguleika sem skila betri horfum gildir enn að því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því betra. Því umfangsminna sem meinið er við greiningu og því hagstæðari eiginleika meinið sýnir, því umfangsminni er viðbótarmeðferðin að jafnaði og eru þá jafnframt aukaverkanir oftast minni. Brjóstaskimun hjá einkennalausum konum er mikilvæg leið til að greina brjóstakrabbameinin áður en meinin valda einkennum. Á Íslandi eru allar konur á aldrinum fjörutíu ára til sjötíu og fjögurra ára reglulega boðaðar í skimun. Undanfarin ár hefur þátttakan í brjóstaskimun á Íslandi verið lág og síðastliðin tvö ár rétt yfir 50% sem er mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Rannsóknir hafa sýnt að brjóstaskimun bjargar mannslífum og horfur einstaklinga sem greinast með brjóstakrabbamein í gegnum skimun eru betri en þeirra sem greinast vegna einkenna. Það er því mikilvægt að auka þátttöku í brjóstaskimun til að greina meinin fyrr. Þrátt fyrir að október sé að líða undir lok heldur baráttan gegn brjóstakrabbameini áfram og mikilvægt að konur séu áfram vakandi fyrir einkennum þess. Ef konur finna fyrirferð í brjósti er mikilvægt að leita læknisaðstoðar þar sem þörf er á ítarlegri rannsóknum. Við viljum því hvetja allar konur til þess skoða reglulega brjóstin sín og skreppa í skimun þegar boðun berst, alla mánuði ársins. Höfundar eru krabbameinslæknar á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Bleiki mánuðurinn október rennur senn sitt skeið en hann er okkur vitundarvakning um brjóstakrabbamein, algengasta krabbamein sem konur fá. Bara hér á Íslandi greinast ár hvert um það bil 260 konur með sjúkdóminn og tilfellum fjölgar ár frá ári. Horfur flestra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru sem betur fer góðar enda eru hér á landi nær 4000 konur á lífi í dag sem greinst hafa með sjúkdóminn. Flestar konur sem greinast með brjóstakrabbamein eru við greiningu með staðbundið mein í brjósti og stundum einnig eitlum í holhönd og stendur þá til boða skurðaðgerð í læknandi tilgangi þar sem mein er fjarlægt. Háð umfangi sjúkdóms og öðrum eiginleikum krabbameinsins er langflestum konum ráðlagt að gangast undir viðbótarmeðferð sem dregur úr líkum á því að brjóstakrabbameinið komi til baka. Viðbótarmeðferð getur meðal annars falið í sér geislameðferð, krabbameinslyfjameðferð og andhormónameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að slík meðferð dregur verulega úr fjölda þeirra kvenna sem greinast aftur með sjúkdóminn en við endurgreiningu hefur krabbameinið því miður oft náð að dreifa sér um líkamann og við lítum enn þann dag í dag á sem langvinnan sjúkdóm sem ekki er hægt að lækna. Viðbótarmeðferðin gegnir því gríðarlega mikilvægu hlutverki til þess að auka lífslíkur kvenna eftir að þær hafa greinst með brjóstakrabbamein. Þökk sé framförum í krabbameinsmeðferð lifa konur með langvinnt brjóstakrabbamein nú lengur en áður. Þrátt fyrir fleiri og bætta meðferðarmöguleika sem skila betri horfum gildir enn að því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því betra. Því umfangsminna sem meinið er við greiningu og því hagstæðari eiginleika meinið sýnir, því umfangsminni er viðbótarmeðferðin að jafnaði og eru þá jafnframt aukaverkanir oftast minni. Brjóstaskimun hjá einkennalausum konum er mikilvæg leið til að greina brjóstakrabbameinin áður en meinin valda einkennum. Á Íslandi eru allar konur á aldrinum fjörutíu ára til sjötíu og fjögurra ára reglulega boðaðar í skimun. Undanfarin ár hefur þátttakan í brjóstaskimun á Íslandi verið lág og síðastliðin tvö ár rétt yfir 50% sem er mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Rannsóknir hafa sýnt að brjóstaskimun bjargar mannslífum og horfur einstaklinga sem greinast með brjóstakrabbamein í gegnum skimun eru betri en þeirra sem greinast vegna einkenna. Það er því mikilvægt að auka þátttöku í brjóstaskimun til að greina meinin fyrr. Þrátt fyrir að október sé að líða undir lok heldur baráttan gegn brjóstakrabbameini áfram og mikilvægt að konur séu áfram vakandi fyrir einkennum þess. Ef konur finna fyrirferð í brjósti er mikilvægt að leita læknisaðstoðar þar sem þörf er á ítarlegri rannsóknum. Við viljum því hvetja allar konur til þess skoða reglulega brjóstin sín og skreppa í skimun þegar boðun berst, alla mánuði ársins. Höfundar eru krabbameinslæknar á Landspítalanum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun