„Hvalir framleiða ekki súrefni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 07:07 Engar ferskar langreyðar verða skornar í Hvalfirði í sumar. Stöð 2/Egill Hafrannsóknarstofnun hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem stofnunin tekur ekki formlega afstöðu með eða á móti en gagnrýnir harðlega staðhæfingar í greinargerð með frumvarpinu. Athugasemdir Hafró beinast að ýmsu því er kemur fram í kafla undir yfirskriftinni „Hvalir eru mikilvægir í vistkerfi sjávar“ og segir að þar komi fram „ýmsar staðhæfingar sem eru ekki í samræmi við núverandi stöðu þekkingar á vistfræðilegum áhrifum hvala“. Leggur stofnunin til að kaflinn verði endurskrifaður eða honum einfaldlega sleppt. Í greinargerðinni er því meðal annars haldið fram að hvalir gegni „mikilvægu hlutverki í baráttu gegn loftslagsvá sem er ein helsta ógnin við samfélag okkar“. Hafrannsóknarstofnun segir hins vegar fátt sem bendi til annars en að hvalir hafi hlutfallslega veigalitlu hlutverki að gegna og mikil óvissa sé um flutning og örlög kolefnis frá hvölum. Þá bendir stofnunin á að grein eftir Ralph Chami, hagfræðing og fyrrverandi stjórnanda hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, um efnahagslegt virði kolefnisbindingar langreyða sé álitsgrein og hafi ekki verið ritrýnd af sérfræðingum. Um staðhæfinguna „Hvalir framleiða súrefni“ segir einfaldlega: „Hvalir framleiða ekki súrefni“. Hafrannsóknarstofnun segir tvær aðrar staðhæfingar óljósar en láta, eins og fyrr segir, hjá liggja að lýsa yfir afstöðu með eða á móti frumvarpinu. Meðal flutningsmanna frumvarpsins eru þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Hér má finna umsögn Hafrannsóknarstofnunar. Alþingi Hvalveiðar Vísindi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Athugasemdir Hafró beinast að ýmsu því er kemur fram í kafla undir yfirskriftinni „Hvalir eru mikilvægir í vistkerfi sjávar“ og segir að þar komi fram „ýmsar staðhæfingar sem eru ekki í samræmi við núverandi stöðu þekkingar á vistfræðilegum áhrifum hvala“. Leggur stofnunin til að kaflinn verði endurskrifaður eða honum einfaldlega sleppt. Í greinargerðinni er því meðal annars haldið fram að hvalir gegni „mikilvægu hlutverki í baráttu gegn loftslagsvá sem er ein helsta ógnin við samfélag okkar“. Hafrannsóknarstofnun segir hins vegar fátt sem bendi til annars en að hvalir hafi hlutfallslega veigalitlu hlutverki að gegna og mikil óvissa sé um flutning og örlög kolefnis frá hvölum. Þá bendir stofnunin á að grein eftir Ralph Chami, hagfræðing og fyrrverandi stjórnanda hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, um efnahagslegt virði kolefnisbindingar langreyða sé álitsgrein og hafi ekki verið ritrýnd af sérfræðingum. Um staðhæfinguna „Hvalir framleiða súrefni“ segir einfaldlega: „Hvalir framleiða ekki súrefni“. Hafrannsóknarstofnun segir tvær aðrar staðhæfingar óljósar en láta, eins og fyrr segir, hjá liggja að lýsa yfir afstöðu með eða á móti frumvarpinu. Meðal flutningsmanna frumvarpsins eru þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Hér má finna umsögn Hafrannsóknarstofnunar.
Alþingi Hvalveiðar Vísindi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira