„Verkefni okkar er skýrt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2023 18:18 Forsætisráðherrann ræddi ástandið á blaðamannafundi í kvöld. AP Photo/Evan Vucc „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. Netanjahú segist ætla að passa upp á að „morðingjarnir fái að borga fyrir fjöldamorðin.“ Hann biður almenna borgara á Gasa að færa sig um set, af norðurhluta svæðisins, enda hafi hermenn Ísraelshers aukið landhernað á Gasa. „Ef Ísraelar vinna ekki stríðið í dag þá verður landið næsta fórnarlamb öxulveldisins illa. Stríðið á Gasa verður langt. Þetta er í annað sinn sem við berjumst fyrir sjálfstæði okkar. Við munum bjarga landinu. Við munum berjast í lofti og láði, við munum berjast og við munum sigra,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. Netanjahú skaut föstum skotum á Recep Tayyip Erdógan forseta Tyrklands sem sakaði Ísraela um stríðsglæpi í dag. Netanjahú nafngreindi Erdógan ekki en sagði: Þú skalt ekki saka okkur um stríðsglæpi. Ef þú heldur að þú getir sakað hermenn okkar um stríðsglæpi er það bara hræsni. Við erum siðferðilegasti her í heimi.“ Hann bætir við að herinn reyni eftir fremsta megni að vernda almenna borgara en sakar Hamas um að nota fólk sem „mannlega skildi.“ Varnamálaráðherrann, Yoav Gallant, sagði hermenn vígbúast í norðri og suðri. Hann sagði einnig að stríðið yrði ekki stutt, það myndi standa lengi yfir. Hann sagði að mikil áhersla væri lögð á að koma gíslum heim. Nýr fasi Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í morgun að stríð Ísraela gegn Hamas væri í nýjum fasa. Eins og hann ítrekaði á blaðamannafundinum er herinn brátt tilbúinn til að verja Ísrael á öðrum vígstöðvum, eins og í norðri við landamæri Líbanon. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar hafa rúmlega 7.700 manns fallið í árásum Ísraela og þar af mest konur og börn. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að það að síma- og netsamband liggi niðri hafi líka lamað heilbrigðiskerfið, þar sem fólk geti ekki kallað eftir aðstoð. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði í vikunni að tölur frá Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, væru ekki trúverðugar. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Netanjahú segist ætla að passa upp á að „morðingjarnir fái að borga fyrir fjöldamorðin.“ Hann biður almenna borgara á Gasa að færa sig um set, af norðurhluta svæðisins, enda hafi hermenn Ísraelshers aukið landhernað á Gasa. „Ef Ísraelar vinna ekki stríðið í dag þá verður landið næsta fórnarlamb öxulveldisins illa. Stríðið á Gasa verður langt. Þetta er í annað sinn sem við berjumst fyrir sjálfstæði okkar. Við munum bjarga landinu. Við munum berjast í lofti og láði, við munum berjast og við munum sigra,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. Netanjahú skaut föstum skotum á Recep Tayyip Erdógan forseta Tyrklands sem sakaði Ísraela um stríðsglæpi í dag. Netanjahú nafngreindi Erdógan ekki en sagði: Þú skalt ekki saka okkur um stríðsglæpi. Ef þú heldur að þú getir sakað hermenn okkar um stríðsglæpi er það bara hræsni. Við erum siðferðilegasti her í heimi.“ Hann bætir við að herinn reyni eftir fremsta megni að vernda almenna borgara en sakar Hamas um að nota fólk sem „mannlega skildi.“ Varnamálaráðherrann, Yoav Gallant, sagði hermenn vígbúast í norðri og suðri. Hann sagði einnig að stríðið yrði ekki stutt, það myndi standa lengi yfir. Hann sagði að mikil áhersla væri lögð á að koma gíslum heim. Nýr fasi Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í morgun að stríð Ísraela gegn Hamas væri í nýjum fasa. Eins og hann ítrekaði á blaðamannafundinum er herinn brátt tilbúinn til að verja Ísrael á öðrum vígstöðvum, eins og í norðri við landamæri Líbanon. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar hafa rúmlega 7.700 manns fallið í árásum Ísraela og þar af mest konur og börn. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að það að síma- og netsamband liggi niðri hafi líka lamað heilbrigðiskerfið, þar sem fólk geti ekki kallað eftir aðstoð. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði í vikunni að tölur frá Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, væru ekki trúverðugar.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41
Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03
Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27. október 2023 15:03