Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. október 2023 20:56 Stefán velti því upp hvað gæti komið í stað fyrir styttuna af séra Friðriki. Vísir/Vilhelm Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“ Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05