Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2023 15:45 Einar Ágústsson á leið í dómssal í kórónuveirufaraldrinum. vísir/Vilhelm Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. Um er að ræða endurupptökudóm. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í Landsrétti árið 2018 en einn dómaranna var meðal þeirra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, var talin hafa skipað ólöglega. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt árið 2017 hafi strítt gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Einar krafðist, eins og fleiri, endurupptekningu dóms síns og kvað Landsréttur upp dóm sinn í dag. Einar var sakfelldur fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum. Fjórmenningarnir höfðu fengið Einari fé í þeirri trú að hann ræki fjárfestingarsjóðinn Skajaquoda Fund í Bandaríkjunum. Slegið var föstu í dómnum að sjóðurinn hefði í raun aldrei verið starfræktur. Einar var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brotin þaulskipulögð og úthugsuð. Þá hefðu brotin staðið yfir í langan tíma og varðað háar fjárhæðir. Einar þarf að greiða öðrum þeim sem hann sveik 30 milljónir króna í bætur með vöxtum og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna með vöxtum. Fram kemur í dómnum að Einar hefur þegar greitt inn á kröfur fólksins um 78 milljónir króna. Einar og Ágúst Arnar Ágústsson bróðir hans voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi trúfélagsins Zuism í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra. Þeim hafði verið gefið að sök að svíkja í reynd út meira en 84 milljónir króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi. Ekki taldist sannað að bræðurnir hefðu beitt blekkingum í málinu. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Zuism Dómsmál Trúmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fjársvikamál Zuism-bróður tekið upp aftur Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Einars Ágústssonar, annars tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, um endurupptöku á máli þar sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld fjársvik. Réttaráhrif upphaflega dómsins haldast á meðan beðið er nýs dóms. 20. júní 2022 14:47 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50 Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Um er að ræða endurupptökudóm. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í Landsrétti árið 2018 en einn dómaranna var meðal þeirra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, var talin hafa skipað ólöglega. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt árið 2017 hafi strítt gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Einar krafðist, eins og fleiri, endurupptekningu dóms síns og kvað Landsréttur upp dóm sinn í dag. Einar var sakfelldur fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum. Fjórmenningarnir höfðu fengið Einari fé í þeirri trú að hann ræki fjárfestingarsjóðinn Skajaquoda Fund í Bandaríkjunum. Slegið var föstu í dómnum að sjóðurinn hefði í raun aldrei verið starfræktur. Einar var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brotin þaulskipulögð og úthugsuð. Þá hefðu brotin staðið yfir í langan tíma og varðað háar fjárhæðir. Einar þarf að greiða öðrum þeim sem hann sveik 30 milljónir króna í bætur með vöxtum og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna með vöxtum. Fram kemur í dómnum að Einar hefur þegar greitt inn á kröfur fólksins um 78 milljónir króna. Einar og Ágúst Arnar Ágústsson bróðir hans voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi trúfélagsins Zuism í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra. Þeim hafði verið gefið að sök að svíkja í reynd út meira en 84 milljónir króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi. Ekki taldist sannað að bræðurnir hefðu beitt blekkingum í málinu. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar.
Zuism Dómsmál Trúmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fjársvikamál Zuism-bróður tekið upp aftur Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Einars Ágústssonar, annars tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, um endurupptöku á máli þar sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld fjársvik. Réttaráhrif upphaflega dómsins haldast á meðan beðið er nýs dóms. 20. júní 2022 14:47 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50 Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjársvikamál Zuism-bróður tekið upp aftur Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Einars Ágústssonar, annars tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, um endurupptöku á máli þar sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld fjársvik. Réttaráhrif upphaflega dómsins haldast á meðan beðið er nýs dóms. 20. júní 2022 14:47
Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51
Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50
Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42